Mikið svifryk 17. desember 2010

Vindasamt og mikið af ryki að fjúka í gær.

Meðaltalið (hrá gögn) var 234 micro-g/m3, hæðsta gildi 1369 micro-g/m3, sem er með því hæðsta á árinu.

GRE_17Des2010_PM10_weather


Sand-og/eða ösku-stormur þann 17. desember 2010

20101217_modis_truecol_1430

20101217_modis_btd_1430

Sterkir norðanvindar og aska og sandur á ferð suður af landinu.


Ráðstefna um örsmáar agnir

Fimmtudaginn 18. nóvember 2010 var haldið námskeið á vegum NIVA, sem kallaðist:

Nordic Tour 2010:
Health effects and risks of nanoparticles

Þetta var mjög áhugaverð ráðstefna. Eins og búast mátti við var kannski meira um spurningar en svör, en mjög áhugavert að heyra um þau vandamál sem tengjast því að meta heilsufarsleg áhrif þessara örsmáu agna.

Almennt má segja að ekki hafi komið fram að sérstaklega miklar áhyggjur þurfi að hafa, en engu að síður geta vissar örsmáar agnir haft verulega neikvæð heilsufarsáhrif. Stærsta vandamálið er að á þessu sviði eru miklar framfarir, en lítið um reglur.

T.d. virðist ekki enn búið að flokka örsmáar agnir sem efni, unnið að skilgreiningu sem segir að ef ein vídd (lengd, breidd eða hæð) er minna en 100 nm (nanó-metrar, 10-9 m), þá sé um örsmáar agnir (nano particle) að ræða.

Sem dæmi um áhugaverðar niðustöður má nefna að:

  • Gull, sem í grömmum er mjög óvirkt efni og hefur bræðslumark við 1200°C, breytir verulega um eiginleika sem örsmáar agnir. Þá verður það mjög virkt og hefur bræðslumark við 200°C !
    Sýnir klárlega að ekki er hægt að nota það sem við þekkjum um eiginleika efna og yfirfæra á örsmáar agnir !
    Menn hafa kannski ekki alveg áttað sig á þessu. Til dæmis eru örsmáar agnir í sólarvörn, og fleiri vörum, sem enginn hafði (hefur) velt fyrir sér hvaða áhrif geta haft á heilsu.
  • Í tilraunum (Harri Alenius) á áhrifum þessara örsmáu agna (nano-particles) á bólgu í nagdýrum kom í ljós að enda þótt tvær tegundir agna væru hættulausar hvor fyrir sig, þá gátu þær haft veruleg áhrif þegar önnur var húðuð með hinni (þetta var silica ögn húðuð með TiO2).
  • Þegar (blessuð) nagdýrin (yfirleitt mýs), sem höfðu "allergic astma" fyrir voru hinsvegar látnar anda þessum TiO2-húðuðu Si ögnum að sér, þá kom í ljós að bólgan (inflamation) minnkaði !
  • Mjög erfitt er að mæla magn þessara agna (Keld Alstrup Jensen). Nauðsynlegt er að mæla vel bakgrunninn og það efni sem "mengar". Þetta er vegna þess að þegar síðan eru gerðar mælingar, í t.d. vinnslusalnum, kemur í ljós að styrkur smáu agnanna er oft mun minni en það sem búast mætti við. Þetta er vegna þess að smáu agnirnar festa, eða setjast, gjarnan á stærri agnirnar. Því er nauðsynlegt að skoða mjög vel breytingar í dreifingu agnastærða.
  • Mismunandi aðferðir við að meta dreifinu (dispersivity) örsmárra agna gefa oft mismunandi niðurstöðu. Þetta var sýnt með dæmi um gúmmi sem styrkt var með slíkum ögnum (Gissur Örlygsson).
  • Lyfjaframleiðsla þarf að sýna fram á að ekkert þeirra efna sem notuð eru, ein og sér enda þótt notuð séu í efnasamböndum (enda gætu þau brotnað niður í líkamanum) sé hættulegt eða safnist fyrir í líkamanum (Már Másson).
  • Engu að síður hefur verið hægt að kaupa algengasta efnið, nano-silver, í lítravís til einkaneyslu í fleiri fleiri ár. Raunar var sýnt skemmtilegt myndband (Kristján Leósson) þar sem maður var orðinn blár vegna neyslu þess, en hraustur að öðru leyti !
  • Sokkar sem eru með svona nano-silver, og eiga því ekki að lykta hvað sem á gengur, tapa öllu nano-efninu í ca. 10 þvottum. Þetta efni fer því út í náttúruna. Augljóslega er nauðsynlegt að átta sig á því hvað verður um svona efni í náttúrunni, áður en þau verða jafnvel enn algengari.
    Síðan er það einnig spurning, hversu algeng þau verða ?

Margt annað skemmtilegt mætti nefna.

Heimasíða Niva er http://www.niva.org/

Svona efni er selt, án þess að áhrif þess hafi verið rannsökuð, t.d. http://www.utopiasilver.com/. Ekki láta blekkjast, ekkert sannað og einu raunverulegu áhrifin (að ég held) sjást hér að neðan í myndbrotinu um Blámanninn. Þetta sýnir samt kannski hvað mannskepnan er skrítin stundum, ef nota á þetta í lyf eða eðlisfræði verða allir brjálaðir, en en til í að kaupa það í lítravís af "götunni".

Myndklippan um Blámanninn - sem drakk samsé nano-silver.

Vonað að ég hafi ekki farið með mikið af staðreyndavillum hér að ofan, en allar ábendingar eru vel þegnar.


Námskeiðið “Líf í alheimi”

Nú á vormisseri verður boðið upp á námskeiðið "Líf í alheimi" við Háskóla Íslands í þriðja skipti.

Námskeið þetta er kennt í samvinnu stjörnufræði, efnafræði, líffræði og jarðvísinda.

ASTROBIO_ad4course

Þetta viðfangsefni er gríðarlega fjölbreytt og spennandi (og skemmtilegt).


Sandstormar þann 11 nóvember 2010

Sólríkir og vindasamir dagar núna í nóvember, amk á suðurlandi.

201011_Iceland_2010315_aqua

Nokkrir sandstrókar greinilegir, milli skýjanna.

 201011_1315_crefl2

Flott lægð suður af landinu.

Myndir frá NASA Rapidfire.


Fyrirlestur um vindborið svifryk (material in suspension and particulate matter)

Throstur_2010_FridaySeminar_ReSusPM 

Síðastliðinn föstudag, 22. október 2010, var ég með fyrirlestur um svifryk af völdum sandstorma og öskufjúks.  Fyrirlesturinn var hluti af fyrirlestraröðinni "Friday seminar series" við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Það er hægt að sýna að sandstormar voru orsök þess að svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk. Nærri 1/3 þeirra skipta sem fóru yfir heilsuverndarmörk eru vegna sandstormar.Í ár, 2010, hefur síðan öskufjúk verið ástæða þess að yfir heilsuverndarmörk var farið 8 sinnum, af þeim 23 skiptum sem þegar hefur verið farið yfir þau þetta árið. Umferð á beinan þátt í 5 skiptum.

Síðastliðin ár er óhætt að segja að nærri helmingur þeirra daga þar sem styrkur svifryks, PM10, hefur farið yfir heilsuverndarmörk er vegna náttúrulegra uppspretta, sandstorma og öskufjúks (þetta árið og væntanlega eitthvað áfram).


Alþjóðlegur baráttudagur gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum 10.10.2010

Sjá nánar á loftslag.is og 350.org.


Betri leiðir til að greina elda, eldgos og ösku með gervitunglum

Á Rannsóknarþingi Verkfræði-og náttúruvísindasviðs (R-VoN) dagana 8. og 9. október verð ég, ásamt Hróbjarti, Ingu og Hrund á Veðurstofu Íslands, með veggspjald þar sem við segjum frá vinnu okkar í að nýta betur gervitunglagögn til að greina elda, eldgos, og ösku.

Inga Rún og Hrund voru sumarstarfsmenn á VÍ, sem stóðu sig frábærlega, gegnum verkefni sem Nýsköpunarsjóður Námsmanna styrkti og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Veggspjaldið er á ensku, smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

RVON2010_poster_ThTh_HTh_small

Fyrir nánari upplýsingar og annað, endilega hafið samband.


Fín samantekt á nýlegri skýrslu frá Kalifornía um áhrif fíns svifryks á heilsu manna

Are dust, smoke and diesel exhaust really killing 9200 people a year? - California Watch (blog)

Less than the width of a human hair, fine particulate matter from smoke, dust, coal and diesel exhaust are so small they slip through the lungs and into the ... "
Fín samantekt á nýlegri skýrslu frá Kalifornía um áhrif fíns svifryks.
Þar segir meðal annars að fínt svifryk kosti 9200 manns lífið á hverju ári í Kalifornía. 

Sandstormur og öskufjúk á haf út þann 15 September 2010

20100915_duststorms

Sterkir norðan vindar og fremur þurrt veðurfar þíðir að hellingur af sand og ösku fýkur af landinu.

Myndirnar hér að ofan eru teknar kl. 13:20 (vinstra megin) og 15:00 (hægra megin). Takið eftir litla skýinu sem tillir sér á topp Mýrdalsjökuls kl. 15:00.

Einnig er áhugavert að sjá hvernig öll aska er farin af yfirborði jökulsins á leysingasvæðinu (u.þ.b.) Þar er ber ís á yfirborði og skolast askan af honum með regnvatni og bræðsluvatni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband