Gjóskan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli

20100415_crefl1_1135_20101051140

Þessi mynd var tekin kl. 11:35 þann 20100415 og sýnir greinilega hvernig gjóskan ferðast í tiltölulega mjóum strók alla leið að suður Noregi og Skotlandi.

20100415_crefl1_367_1135_20101051140

Þetta er samskonar mynd, bara í fölskum litum.

Sýnum af gjóskunni var safnað í dag, 15 apríl 2010, meðal annars af Sigurði Reyni Gíslasyni, austan við gosstöðvarnar um kl. 11:30. Þau sýni voru send til kornastærða-greiningar á Nýsköpunarmiðstöð að beiðni og frumkvæði Umhverfisstofnunar.

Það kemur í ljós að gjóskan er mjög fíngerð. Öll kornin reyndust vera minni en 300 mm, 23.4% voru minni en 10 mm, og 7.6% minni en 2.6 mm. Þannig að þetta er mjög fíngert efni!

Það kom einnig í ljós í vinnu Níels Óskarssonar og annara á Jarðvísindatofnun að það er mikið af flúor á yfirborði gjóskunnar. Þannig að þetta er verulega "óholl" gjóska. Það ætti því að forðast eins og kostur er að anda að sér lofti með gjósku. Agnir smærri en 2.5 mm geta farið alla leið niðrí lungu og jafnvel í blóðrásina. Stærri agnir, upp að 10 mm geta valdið ertingu og óþægindum í öndunarfærum. Mengandi efni sem geta fylgt gjóskunni bæta svo við skaðleg áhrif hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband