Öskufjúk á suðurlandi og Reykjavík og smá sandstormur á norðurlandi

Sólríkur og þurr dagur, með nokkrum strekkingi = öskufjúk af svæðinu kringum Eyjafjallajökul og sandstormur norðan Dyngjujökuls.

Ský gera þó erfitt fyrir á suður og vesturlandi.

20100907_MER_1212_crop

Þessi mynd frá MIRAVI - Meris ESA, var tekin kl. 12:12 í dag 7 September 2010.

Ef við þysjum inn á suðvesturlandið:

20100907_MER_1212_crop_2

20100907_modis_1215

Svipuð mynd frá MODIS NASA Rapidfire, tekin í dag kl. 12:15, 7 September 2010.

Styrkur svifryks í lofti í Reykjavík (PM10) jókst frá hádegi og náði um 206 micro-g/m3 klukkan 16 (FHG mælistöðin í Reykjavík). Virðist á leiðinni niður, en getur samt breyst hratt ef vindur og vindátt breytast í þá veru.

Á Akureyri mældist einnig toppur í PM10, sem reis frá hádegi til um 15, þar sem hann náði 550 micro-g/m3, en er nú á hraðri leið niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband