Fyrirlestur um vindborið svifryk (material in suspension and particulate matter)

Throstur_2010_FridaySeminar_ReSusPM 

Síðastliðinn föstudag, 22. október 2010, var ég með fyrirlestur um svifryk af völdum sandstorma og öskufjúks.  Fyrirlesturinn var hluti af fyrirlestraröðinni "Friday seminar series" við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Það er hægt að sýna að sandstormar voru orsök þess að svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk. Nærri 1/3 þeirra skipta sem fóru yfir heilsuverndarmörk eru vegna sandstormar.Í ár, 2010, hefur síðan öskufjúk verið ástæða þess að yfir heilsuverndarmörk var farið 8 sinnum, af þeim 23 skiptum sem þegar hefur verið farið yfir þau þetta árið. Umferð á beinan þátt í 5 skiptum.

Síðastliðin ár er óhætt að segja að nærri helmingur þeirra daga þar sem styrkur svifryks, PM10, hefur farið yfir heilsuverndarmörk er vegna náttúrulegra uppspretta, sandstorma og öskufjúks (þetta árið og væntanlega eitthvað áfram).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband