Færsluflokkur: Svifryk

Vindurinn ýfir upp svifryk, 4. janúar 2011

Sterkir vindar í morgunsárið valda háum styrk svifryks þennan morguninn, auk umferðar.

Þessi mynd er fengin frá loftgæðamælistöðinni við Grensásveg.


Áramótasvifrykið 2010

Svolítill vindur hjálpaði mikið upp á loftgæðin þessi áramótin, bæði á Grensás (graf hér að neðan og Hvaleyrarholti).

Hæðsta gildi var "aðeins" 350 micro-g/m3 - hefur náð yfir 2000 micro-g/m3.

Nokkur vindur var sem lækkar styrkinn, og einnig er mögulegt að minna hafi verið skotið.

image

Gleðilegt nýtt ár !


Ösku- og sandstormur þann 20. desember 2010

Enn sólríkt, þurrt og vindasamt á suðurlandi og því kjöraðstæður fyrir ösku-og sandfok.

20101220_modis_1320

Mynd tekin kl.13:05 þann 20. desember 2010.

20101220_modis_1305

Mynd tekin kl. 13:20 þann 20. desember 2010.


Mikið svifryk 17. desember 2010

Vindasamt og mikið af ryki að fjúka í gær.

Meðaltalið (hrá gögn) var 234 micro-g/m3, hæðsta gildi 1369 micro-g/m3, sem er með því hæðsta á árinu.

GRE_17Des2010_PM10_weather


Sand-og/eða ösku-stormur þann 17. desember 2010

20101217_modis_truecol_1430

20101217_modis_btd_1430

Sterkir norðanvindar og aska og sandur á ferð suður af landinu.


Grein um svifryksmengun um áramót í næsta hefti Náttúrufræðingsins

Í næsta hefti Náttúrufræðingsins birtist grein eftir mig, Þorstein Jóhannsson, Sigurð B. Finnsson og Önnur R. Böðvarsdóttur um svifryksmengun um áramót í Reykjavík.

 

nattfr_ThTh_etalÁgrip. Svifryksmengun í Reykjavík um áramót mælist margfalt meiri en dæmigerð hámarksgildi yfir árið (~100 µg/m3, 30-mín gildi). Áramótin 2005/6 mældist styrkurinn til dæmis 2.374 µg/m3 (30-mín. gildi) við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Sterkir vindar og úrkoma hafa veruleg áhrif til að draga úr styrk svifryksmengunar og breytingar á vindátt, jafnvel í hægviðri, geta leitt til flókinna tímaraða. Enda þótt styrkurinn verði mjög hár eru þessir atburðir undantekningarlítið skammvinnir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband