Sandstormur og eldgos þann 31 mars 2010

Enn er vindasamt, kalt og bjart á sunnanverðu landinu.

Í gærkvöldi (31 mars 2010) breyttist gosið á Fimmvörðuhálsi svolítið, þar sem ný (stutt) sprunga opnaðist til norðvesturs. Í dag (1 apríl 2010), í morgunsárið, virðist lítið vera að gerast í gosinu - sjá þessar frábæru vefmyndavélar frá Mílu: Útsýni frá Fimmvörðuhálsi og Útsýni frá Þórólfsfelli.

Sandstormarnir í gær virðist koma frá nýjum stað, auk þeirra gömlu. Til dæmis virðist strókur koma frá svæði vestur af Ölfusá, frá Selvogsheiði og ströndunum þar og einnig mögulega við árósa Ölfusár.

Einnig er strókur frá svæðinu milli Þjórsá og Hólsá, og einnig mögulega ströndinni austan við Mýrdalsjökull.

20100331_P20100901410

Þessi mynd var tekin kl. 14:10 þann 31 mars 2010.

20100331_btd_P20100901410

Þessi hitamismunamynd, tekin kl. 14:10 einnig, virðist sýna upptökin sem nefnd eru að ofan nokkuð greinilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband