Gosmökkur í nótt

Samkvæmt fréttum hefur verið nokkuð öskufall suður af eldstöðinni í Eyjafjallajökli í nótt.

Innlent | mbl.is | 19.4.2010 | 07:00 | Talsvert öskufall frá Ásólfsskála að Sólheimajökli

Talsvert öskufall hefur verið á svæðinu frá Ásólfsskála að Sólheimajökli í nótt. Unnið er að því að setja upp fasta lokun á Suðurlandsvegi frá  Markarfljótsbrú að  Sólheimajökli. Skyggni hefur verið á bilinu fjögur til fimm hundruð metrar en á köflum hefur það farið niður í um eitt hundrað metra.  Í morgun barst tilkynning frá Þorvaldseyri um nær ekkert skyggni á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Frá miðnætti var norðanátt yfir gosstöðvunum sem samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands heldur áfram í dag og því hætt við öskufalli undir Eyjafjöllum og jafnvel yfir Vestmannaeyjar.

Þetta passar vel við gervitunglamynd frá því kl. 03:25 í nótt, 19 apríl 2010.

20100419_btd_P20101090325

Þessi hitamismunamynd sýnir greinilega gjósku sem kemur frá Eyjafjallajökli.

Þessar hitamismunamyndir eru nokkuð sem undirritaður hefur verið að vinna að í samvinnu við Veðurstofu Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband