Gosið í Eyjafjallajökli 24 apríl 2010

Ekki mikið að gerast á gervitunglamynd, né vefmyndavélum mílu (http://mila.is), né sakvæmt fréttum í gosinu í Eyjafjallajökli.

Svolítið af ösku hefur orðið vart á svæðum, Grímsnesi, Hvolsvelli, o.fl., nær og nær Reykjavík. Þetta eru hinsvegar í mjög litlu magni.

Töluvert af því sem fýkur er sennilega aska af jörðu, auk "venjulegra" sandstorma.

Þetta sést ágætlega á tunglmyndinni frá því kl. 11:42 í dag, 24 apríl 2010.

20100424_MER_114206_zoom

Að öllum líkindum var túlkun mín á hitamyndinni, varðandi dreifingu öskunnar í gær, rétt. Þetta er byggt á fréttum um öskufall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband