Loftgæði geta spillst vegna svifryksmengunar. Svifryksmengun hefur verið mæld reglulega nærri Eyjafjallajökli frá því skömmu eftir að öskufall hófst. Einnig er svifryksmengun mæld á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Hver áhrif svifryks á heilsu manna og dýra eru er hinsvegar ekki vel þekkt. Þetta á við um bæði skammtíma- og lengri tíma áhrif. Þó eru margar rannsóknir sem sýna margvísleg óæskileg áhrif svifryksmengunar, öndunarfærasjúkdómar og hjarta-og æða sjúkdómar (aukinn blóðþrýstingur, hjartaáföll). Einnig er illa þekkt hvort efni sem fylgja svifryki, eða agnirnar sjálfar (og þá jafnvel lögun þeirra) valdi áhrifum.
Hinsvegar eru sífellt að koma fram sterkari vísbendingar um að mikið svifryk valdi álagi á ónæmiskerfi líkamans og geri fólk þar að leiðandi viðkvæmara fyrir allskonar kvillum.
Hver mörkin eru, er síðan einnig umdeilanlegt. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkró-grömm á rúmmetra (micro-g/m3), en þá er tekið meðaltal yfir 24 klukkustundir. Flestar mælingar eru gerðar yfir 10-mín eða 30-mín. Það er því mikilvægt að skoða þann tíma sem mælingarnar taka meðaltal yfir.
Nokkurs misræmis hefur gætt í leiðbeiningum varðandi viðbrögð við háum styrk svifryksmengunar. Sér í lagi varðandi ungabörn, hvenær óhætt sé að þau sofi úti og svoleiðis. Ég tel að engin ástæða sé til að láta ungabörn sofa úti ef styrkur svifrykmengunar mælist yfir 300 micro-g/m3, og raunar varla ef hann er yfir 100 micro-g/m3.
Grafið hér að neðan (stærri mynd ef smellt er á það) sýnir litaskala og nokkrar leiðbeiningar fyrir gefinn styrk svifryksmengunar.Grænn þíðir að loftgæðin eru góð og styrkur svifryksmengunar (PM10) lægri en 50 micro-g/m3, gulur ef styrkurinn er milli 50 og 100 micro-g/m3, appelsínugulur til gulllitur ef styrkurinn er milli 100 og 300 micro-g/m3, og rauður ef PM10 er yfir 300 micro-g/m3.
Að neðan eru svo mælingar frá Vík, Heimalandi og Hvolsvelli frá 19. júní 2010, þar sem þessi litaskali er notaður. Styrkur svifryks var almennt lítill, rétt yfir mörkum á Vík (um 70 micro-g/m3; 24-klukkustunda meðaltal), en mjög góð á Heimalandi og Hvolsvelli.
Vonandi halda rigningar og gróður áfram að binda svifrykið !
Flokkur: Vísindi og fræði | Sunnudagur, 20. júní 2010 (breytt kl. 11:43) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar