Mikið svifryk við Raufarfell 2010-07-08

Samkvæmt nýjum mæli við Raufarfell var mikið svifryk þann 8. júlí 2010 (sólarhringsmeðaltal 424 micro-g/m3 og hæðsta 10-mín gildi 1071 micro-g/m3).

Ekki var hinsvegar mikið svifryk á Hvolsvelli, ólíkt deginum áður og mælirinn í Vík er enn óvirkur.

20100708PM10RaufHvol_ThrosturTh

Ef mæingarnar eru skoðaðar virðist helst að norlæg átt (kringum 0° eða 360°á myndinni að neðan, austur er 90°, suður 180° og vestur 270°) og vindur yfir 5 m/s sem veldur aukningu.

20100708PM10MeasRauf_ThrosturTh

Einhver örlítil úrkoma var á svæðinu og rakastigið við Raufarfell fór úr um 50% frá miðnætti til 11:30 í rúmlega 60% og frá 18:00 úr 60% nánast línulega í rúmlega 80%RH á miðnætti.

20100708RH_ThrosturTh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband