Fimmtudaginn 18. nóvember 2010 var haldið námskeið á vegum NIVA, sem kallaðist:
Nordic Tour 2010:
Health effects and risks of nanoparticles
Þetta var mjög áhugaverð ráðstefna. Eins og búast mátti við var kannski meira um spurningar en svör, en mjög áhugavert að heyra um þau vandamál sem tengjast því að meta heilsufarsleg áhrif þessara örsmáu agna.
Almennt má segja að ekki hafi komið fram að sérstaklega miklar áhyggjur þurfi að hafa, en engu að síður geta vissar örsmáar agnir haft verulega neikvæð heilsufarsáhrif. Stærsta vandamálið er að á þessu sviði eru miklar framfarir, en lítið um reglur.
T.d. virðist ekki enn búið að flokka örsmáar agnir sem efni, unnið að skilgreiningu sem segir að ef ein vídd (lengd, breidd eða hæð) er minna en 100 nm (nanó-metrar, 10-9 m), þá sé um örsmáar agnir (nano particle) að ræða.
Sem dæmi um áhugaverðar niðustöður má nefna að:
- Gull, sem í grömmum er mjög óvirkt efni og hefur bræðslumark við 1200°C, breytir verulega um eiginleika sem örsmáar agnir. Þá verður það mjög virkt og hefur bræðslumark við 200°C !
Sýnir klárlega að ekki er hægt að nota það sem við þekkjum um eiginleika efna og yfirfæra á örsmáar agnir !
Menn hafa kannski ekki alveg áttað sig á þessu. Til dæmis eru örsmáar agnir í sólarvörn, og fleiri vörum, sem enginn hafði (hefur) velt fyrir sér hvaða áhrif geta haft á heilsu. - Í tilraunum (Harri Alenius) á áhrifum þessara örsmáu agna (nano-particles) á bólgu í nagdýrum kom í ljós að enda þótt tvær tegundir agna væru hættulausar hvor fyrir sig, þá gátu þær haft veruleg áhrif þegar önnur var húðuð með hinni (þetta var silica ögn húðuð með TiO2).
- Þegar (blessuð) nagdýrin (yfirleitt mýs), sem höfðu "allergic astma" fyrir voru hinsvegar látnar anda þessum TiO2-húðuðu Si ögnum að sér, þá kom í ljós að bólgan (inflamation) minnkaði !
- Mjög erfitt er að mæla magn þessara agna (Keld Alstrup Jensen). Nauðsynlegt er að mæla vel bakgrunninn og það efni sem "mengar". Þetta er vegna þess að þegar síðan eru gerðar mælingar, í t.d. vinnslusalnum, kemur í ljós að styrkur smáu agnanna er oft mun minni en það sem búast mætti við. Þetta er vegna þess að smáu agnirnar festa, eða setjast, gjarnan á stærri agnirnar. Því er nauðsynlegt að skoða mjög vel breytingar í dreifingu agnastærða.
- Mismunandi aðferðir við að meta dreifinu (dispersivity) örsmárra agna gefa oft mismunandi niðurstöðu. Þetta var sýnt með dæmi um gúmmi sem styrkt var með slíkum ögnum (Gissur Örlygsson).
- Lyfjaframleiðsla þarf að sýna fram á að ekkert þeirra efna sem notuð eru, ein og sér enda þótt notuð séu í efnasamböndum (enda gætu þau brotnað niður í líkamanum) sé hættulegt eða safnist fyrir í líkamanum (Már Másson).
- Engu að síður hefur verið hægt að kaupa algengasta efnið, nano-silver, í lítravís til einkaneyslu í fleiri fleiri ár. Raunar var sýnt skemmtilegt myndband (Kristján Leósson) þar sem maður var orðinn blár vegna neyslu þess, en hraustur að öðru leyti !
- Sokkar sem eru með svona nano-silver, og eiga því ekki að lykta hvað sem á gengur, tapa öllu nano-efninu í ca. 10 þvottum. Þetta efni fer því út í náttúruna. Augljóslega er nauðsynlegt að átta sig á því hvað verður um svona efni í náttúrunni, áður en þau verða jafnvel enn algengari.
Síðan er það einnig spurning, hversu algeng þau verða ?
Margt annað skemmtilegt mætti nefna.
Heimasíða Niva er http://www.niva.org/
Svona efni er selt, án þess að áhrif þess hafi verið rannsökuð, t.d. http://www.utopiasilver.com/. Ekki láta blekkjast, ekkert sannað og einu raunverulegu áhrifin (að ég held) sjást hér að neðan í myndbrotinu um Blámanninn. Þetta sýnir samt kannski hvað mannskepnan er skrítin stundum, ef nota á þetta í lyf eða eðlisfræði verða allir brjálaðir, en en til í að kaupa það í lítravís af "götunni".
Myndklippan um Blámanninn - sem drakk samsé nano-silver.
Vonað að ég hafi ekki farið með mikið af staðreyndavillum hér að ofan, en allar ábendingar eru vel þegnar.
Föstudagur, 19. nóvember 2010 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar