Brennisteinsmengun

Nokkuð hefur verið rætt um brennisteinsmengun í Reykjavík að undanförnu.  

Nýleg virkjun á Hellisheiði hefur valdið því að styrkur brennisteinsmengunar er nú mun meiri en áður.  Einnig er virkjun á Nesjavöllum.  Á vef Umhverfisstofnunar eru góðar upplýsingar um áhrif Hellisheiðarvirkjunnar á styrk brennisteinsvetnis í Reykjavík - http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Loftgaedi/Brennisteinsvetni/

Þó ber að geta þess strax að sólarhrings-styrkur mengunarinnar, mældur í míkró-grömmum á rúmmetra og er 150 mug/m3, hefur hingað til verið vel undir heilsuverndarviðmiðum - í Reykjavík.

Það hefur hinsvegar borið nokkuð á því í málflutningi ýmissa aðila að mengun frá Hellisheiði sé svo óveruleg að hún sé varla að valda auknum styrk í Reykjavík.

Hér að neðan sýni ég einfalda útreikninga á því hvernig styrkur mengunar frá punkt-upptökum (borholu) breytist í hægum vindi (2 m/s).

 

Punkt-uppruni mengunar

Myndin hér til hliðar sýnir niðurstöður fyrir einfalda punkt-uppruna mengunar, án „wet deposition“ og breytileika í vindi. Hér væri Reykjavík í x = 25 km og gert ráð fyrir að hnitakerfið liggi með x-ásinn samsíða vindátt, sem er beint frá virkjun til Reykjavíkur (eða því sem næst).

Það er ljóst að þegar styrkurinn nær milli 50 og 100 míkró-grömmum á rúmmeter í Reykjavík, 25 km frá virkjuninni, að þá er styrkurinn all verulega mikið hærri nær stöðinni. 

H2S á GRE 10. des, 2008 

Hér er síðan mæld mengun 10. desember, 2008 á Grensás.  Hámarkið er um 70 míkró-grömm á rúmmetra.   Vindhraði frá morgni til 14 var um 2 m/s og vindáttin á Grensás aðeins breytileg, en í kringum austlæg.

Geirinn með tiltölulega sterka mengun er nokkuð mjór, um 4 km í 20 km fjarlægð, þannig að vel er mögulegt - ef vindátt mjög stöðug - að nálægar stöðvar sýni umtalsvert lægri styrk mengunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband