Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Nokkuð hefur verið rætt um brennisteinsmengun í Reykjavík að undanförnu.
Nýleg virkjun á Hellisheiði hefur valdið því að styrkur brennisteinsmengunar er nú mun meiri en áður. Einnig er virkjun á Nesjavöllum. Á vef Umhverfisstofnunar eru góðar upplýsingar um áhrif Hellisheiðarvirkjunnar á styrk brennisteinsvetnis í Reykjavík - http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Loftgaedi/Brennisteinsvetni/
Þó ber að geta þess strax að sólarhrings-styrkur mengunarinnar, mældur í míkró-grömmum á rúmmetra og er 150 mug/m3, hefur hingað til verið vel undir heilsuverndarviðmiðum - í Reykjavík.
Það hefur hinsvegar borið nokkuð á því í málflutningi ýmissa aðila að mengun frá Hellisheiði sé svo óveruleg að hún sé varla að valda auknum styrk í Reykjavík.
Hér að neðan sýni ég einfalda útreikninga á því hvernig styrkur mengunar frá punkt-upptökum (borholu) breytist í hægum vindi (2 m/s).
Myndin hér til hliðar sýnir niðurstöður fyrir einfalda punkt-uppruna mengunar, án wet deposition og breytileika í vindi. Hér væri Reykjavík í x = 25 km og gert ráð fyrir að hnitakerfið liggi með x-ásinn samsíða vindátt, sem er beint frá virkjun til Reykjavíkur (eða því sem næst).
Það er ljóst að þegar styrkurinn nær milli 50 og 100 míkró-grömmum á rúmmeter í Reykjavík, 25 km frá virkjuninni, að þá er styrkurinn all verulega mikið hærri nær stöðinni.
Hér er síðan mæld mengun 10. desember, 2008 á Grensás. Hámarkið er um 70 míkró-grömm á rúmmetra. Vindhraði frá morgni til 14 var um 2 m/s og vindáttin á Grensás aðeins breytileg, en í kringum austlæg.
Geirinn með tiltölulega sterka mengun er nokkuð mjór, um 4 km í 20 km fjarlægð, þannig að vel er mögulegt - ef vindátt mjög stöðug - að nálægar stöðvar sýni umtalsvert lægri styrk mengunar.
Vísindi og fræði | Föstudagur, 19. desember 2008 (breytt kl. 13:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona atburðir eru nokkuð algengir og þegar strókur sem þessi stendur frá fjörum sunnanlands inn yfir Höfuðborgarsvæðið mælist gjarnan verulega aukin svifryksmengun.
Myndirnar kom frá Jeff Schmaltz (Mynd 1), MODIS Rapid Response, NASA Goddard Space Flight Center og hinar frá MODIS Rapid Response, NASA Goddard Space Flight Center.
Sandstrókur frá svæðinu norðan Dyngjujökuls, áfram á milli Melrakkasléttu og Langaness á haf út.
Samskonar mynd, nema núna í fölskum litum (band 721), sem sýnir jafnvel betur hvaðan fína efnið kemur.
Vísindi og fræði | Þriðjudagur, 16. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í nóvember hélt ég fyrirlestur við Jarðvísindastofnun þar sem ég fór yfir líkanreikninga mína á styrk svifryksmengunar. Eins og titillinn gefur til kynna er það ekkert alveg einfalt mál, en þó hefur nokkur árangur engu að síður náðst.
Eitt af því sem menn velta mest fyrir sér er þáttur nagladekkja í svifryksmengun. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum og þær eru engan veginn endanlegar, tvöfaldast magn svifryks af völdum bílaumferðar á veturna. Það samsvarar því, ef við gerum ráð fyir að um helmingur sé á nagladekkjum (og að frost-þíða og annað hafi ekki áhrif - sem er ólíklegt) að bílar á nagladekkjum séu um 4 sinnum meiri framleiðendur á svifryki en bílar á ónelgdum.
Hafa verður í huga að engu að síður er þarna aðeins um einn þátt umferðar, malbiksslits, að ræða, sem er um 55% af svifryki í toppum (skv. einni könnun), þannig að svifryk myndi í besta falli minnka beint um 20% ef engir naglar. Hér er þó ekki tekið með í reikninginn að uppsafnað svifryk gæti einnig minnkað og valdið frekari minnkun. En heldur er ekki tekið tillit til þess að frost-þíðu ferli og annað geta valdið meira sliti að vetri að þannig útskýrt aukninguna að vetri, óháð nagladekkjum.
Hér að neðan er síðan sýnishorn af líkaninu fyrir tvö tímabil á árinu 2006 (líkan er rauð lína, gögn blá lína):
Líkanið tekur ekki með snjóhulu og fjarlæga sandstorma eða mengunarský, en hefur hinsvegar umferð og veðurfar. Lítur bara nokkuð vel út og verður spennandi að þróa líkanið áfram.
Vísindi og fræði | Mánudagur, 15. desember 2008 (breytt 16.12.2008 kl. 09:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar