Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Eins og spáð hafði verið varð svifryksmengunin mikil um áramótin.
Fór í 2185 mg m-3 kl. 01:30 á Grensásvegi (skv. heimasíðu Reykjavíkurborgar).
Í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og á gatnamótum Miklubrautar og Stakkahlíðar (FAR) voru hámörkin í kringum 1200 mg m-3.
Vísindi og fræði | Laugardagur, 2. janúar 2010 (breytt kl. 18:25) | Slóð | Facebook
Miðað við veðurspá um áramótin stefnir í að mikil svifryksmengun geti orðið um áramótin.
Handrit að grein um svifryksmengun um áramót hefur undirritaður sent, ásamt meðhöfundum, til Náttúrufræðingsins.
Þar eru tekin fyrir 3 áramót, þar sem veðuraðstæður voru mismunandi. Þegar stilla er verður hámarkið mjög hátt, en vindur og rigning geta verið nóg til að þynna mengunina svo mjög að hún verður jafnvel minni en dagleg hámörk vegna umferðar.
550 tonn af flugeldum standa til boða.
Vísindi og fræði | Miðvikudagur, 30. desember 2009 (breytt 31.12.2009 kl. 12:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upptök moldroksins sjást greinilega á gervitunglamynd frá því í dag.
Þau eru norðan Dyngjujökuls sunnan Öskjuvatns.
Þegar jöklarnir hörfa skilja þeir eftir mikið magn af fínum efnum, sem fjúka nokkuð auðveldlega í sterkum vindum.
![]() |
Mikið moldrok á Fljótsdalshéraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Þriðjudagur, 15. september 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

Út er komin á vegum Brunamálaskólans, styrkt af Brunabót, bókin "Gróðureldar".
ÞÞ sat í ritnefnd og lagði til þónokkuð af efni í þessa bók.
Hægt er að finna bókina á vefsíðu Brunamálastofnunar, brunamal.is
og á rannsókna síðunni minni,
Grodureldar bok
Vísindi og fræði | Fimmtudagur, 28. maí 2009 (breytt kl. 13:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagana 15 - 17. maí, 2009, fórum við í námsferð í námskeiðinu Glaciology.
Við fengum frábært veður og ferðin var mjög skemmtileg.
Fyrst var farið að Gígjökli í norðanverðum Eyjafjallajökli. Þar er stórt lón fyrir framan jökulinn og mikið af "dauð"-ís allt í kring.
Síðan að Sólheimajökli, sem hefur hopað um fleiri tugi metra á hverju ári síðan 1996; 134 m árið 2008.
Daginn eftir var farið að Kvíárjökli og Jökulsárlóni, þar sem hluti hópsins gerði GPS mælingar frá strönd að lóni.
Á sunnudeginum var síðan gengið að Skaftafellsjökli í einmuna veðurblíðu.
Mbk. Þröstur Þ.<|>
Vísindi og fræði | Mánudagur, 18. maí 2009 (breytt kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú mælist hár styrkur svifryks í borginni.
Eins og oft áður, eða í um helmingi tilfella árið 2008, eru það sandstormar (~1/3 tilfella árið 2008) og mengað loft frá meginlandinu (~1/6 tilfella árið 2008), sem valda háum styrk mengunar.
Spár frá Evrópu sýna að styrkur ósons verður væntanlega nokkuð hár ...
Fréttin á mbl.is:
Innlent | mbl.is | 13.5.2009 | 11:53
Mikil svifryks- og ósonmengun í dag
Líkur eru taldar á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag, 13. maí. Svifryksmengunin virðist helst berast til borgarinnar frá meginlandi Evrópu og með sandstormum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Styrkur ósons er einnig hár.
Að sögn umhverfis-og samgöngusvið Reykjavíkur mældist gildi svifryks 165 míkrógrömm á rúmmetra á Grensásvegi og 138 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum klukkan 11 í dag. Viðmiðunarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa. Hægt er fylgjast með styrk svifryks á heimasíðu Reykjavíkurborgar og á veðurvef mbl.is.
Styrkur ósons (O3) er einnig hár í dag en það berst frá meginlandi Evrópu
Vísindi og fræði | Miðvikudagur, 13. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar veitti verkefninu "Dreifing vatns á botni jökla" styrk árið 2009.
Þetta verkefni snýst um að nota nýjar aðferðir til að reikna rennslisleiðir vatns á botni jökla, reikna vatnsþrýsting í kjölfarið (mögulega síðari tíma skref) og þar á eftir hvernig þetta hefur áhrif á botnskrið jökla.
Kærar þakkir Landsvirkjun !
Vísindi og fræði | Föstudagur, 1. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mengun og veðurfarsbreytingar heitir verkefni sem Orkuveita Reykjavíkur veitti styrk 30. apríl, 2009.
Þetta verkefni fjallar aðallega um náttúrulegar uppsprettur svifryks og áhrif veðurfars á styrk svifryksmengunar.Markmiðið er að þróa líkan af styrk svifryksmengunar sem tekur tillit til veðurfars og þannig eiga möguleika á að búa til framtíðarspár um styrk svifryks samfara veðurfarsbreytingum.
Kærar þakkir Orkuveita Reykjavíkur !
Vísindi og fræði | Föstudagur, 1. maí 2009 (breytt kl. 15:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jöklafræðihópur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er þáttakandi í evrópsku verkefni sem kallast Ice2sea (www.ice2sea.eu).
Þetta stóra verkefni miðar að því að bæta verulega spár um framlag Grænlands til sjávarstöðubreytinga.
Þáttur okkar er að bæta við þekkingu á hlutverki vatns við botn, sér í lagi því sem viðkemur botnskriði.
Þetta verður bæði flókið og spennandi verkefni !
Vísindi og fræði | Sunnudagur, 19. apríl 2009 (breytt kl. 11:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppbygging svifrykslíkansins sem ég er að þróa er sýnd á myndinni hér að neðan.
Niðurstöður reikninga með þessu líkani gefa góða von um að það gagnist til að spá fyrir um styrk svifryksmengunar, svo lengi sem upptökin eru ekki vegna fjarlægrar mengunar (t.d. frá Evrópu) eða sandstorma utan nærsvæðis (aðliggjandi götur).
Vísindi og fræði | Miðvikudagur, 11. febrúar 2009 (breytt 19.4.2009 kl. 11:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar