Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Loftgæði nærri Eyjafjallajökli

Loftgæði geta spillst vegna svifryksmengunar. Svifryksmengun hefur verið mæld reglulega nærri Eyjafjallajökli frá því skömmu eftir að öskufall hófst. Einnig er svifryksmengun mæld á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Hver áhrif svifryks á heilsu manna og dýra eru er hinsvegar ekki vel þekkt. Þetta á við um bæði skammtíma- og lengri tíma áhrif. Þó eru margar rannsóknir sem sýna margvísleg óæskileg áhrif svifryksmengunar, öndunarfærasjúkdómar og hjarta-og æða sjúkdómar (aukinn blóðþrýstingur, hjartaáföll). Einnig er illa þekkt hvort efni sem fylgja svifryki, eða agnirnar sjálfar (og þá jafnvel lögun þeirra) valdi áhrifum.

Hinsvegar eru sífellt að koma fram sterkari vísbendingar um að mikið svifryk valdi álagi á ónæmiskerfi líkamans og geri fólk þar að leiðandi viðkvæmara fyrir allskonar kvillum.

Hver mörkin eru, er síðan einnig umdeilanlegt. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkró-grömm á rúmmetra (micro-g/m3), en þá er tekið meðaltal yfir 24 klukkustundir. Flestar mælingar eru gerðar yfir 10-mín eða 30-mín. Það er því mikilvægt að skoða þann tíma sem mælingarnar taka meðaltal yfir.

Nokkurs misræmis hefur gætt í leiðbeiningum varðandi viðbrögð við háum styrk svifryksmengunar. Sér í lagi varðandi ungabörn, hvenær óhætt sé að þau sofi úti og svoleiðis. Ég tel að engin ástæða sé til að láta ungabörn sofa úti ef styrkur svifrykmengunar mælist yfir 300 micro-g/m3, og raunar varla ef hann er yfir 100 micro-g/m3.

Grafið hér að neðan (stærri mynd ef smellt er á það) sýnir litaskala og nokkrar leiðbeiningar fyrir gefinn styrk svifryksmengunar.Grænn þíðir að loftgæðin eru góð og styrkur svifryksmengunar (PM10) lægri en 50 micro-g/m3, gulur ef styrkurinn er milli 50 og 100 micro-g/m3, appelsínugulur til gulllitur ef styrkurinn er milli 100 og 300 micro-g/m3, og rauður ef PM10 er yfir 300 micro-g/m3.

AlmenningurPMVarud

Að neðan eru svo mælingar frá Vík, Heimalandi og Hvolsvelli frá 19. júní 2010, þar sem þessi litaskali er notaður. Styrkur svifryks var almennt lítill, rétt yfir mörkum á Vík (um 70 micro-g/m3; 24-klukkustunda meðaltal), en mjög góð á Heimalandi og Hvolsvelli.

Vik_Heimal_Hvolsv_PM10_DayMean

 

 

Vonandi halda rigningar og gróður áfram að binda svifrykið !


Seigur gróðurinn

Ótrúlegt hvað gróðurinn er duglegur að koma sér gegnum öskuna.
Víða þarna fyrir austan sjást nánast engin ummerki um öskufall, þar sem gróður hefur stungið sér upp í gegn þannig að ekkert sést í öskulagið lengur.

Vonandi verður svo nóg af rótum og sinu til þess að í haust fari ekki allt á stjá aftur.


mbl.is Talsvert rok en ekkert öskufok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri gaman að vita hvað býr að baki

Um daginn var frétt þar sem talað var um að viðmiðunarmörkum um magn ösku í lofti til að óhætt sé að fljúga væri breytt úr 100 micro-grömmum á rúmmetra í 2000 micro-grömm á rúmmetra, eða 20-falt meira en áður.

Nú er talað um að "tímabundið" megi fljúga í gegnum mun þykkari öskuský.

Einnig er talað um hversu lítið þarf til að það setjist í þotuhreyflana - enda þótt þeir stoppi ekki - strax.

Vonandi fylgir þessum "mildari" reglum verulega hert eftirlit með ástandi þotuhreyfla.


mbl.is Mildari reglur um flugumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kornastærð gjóskunnar

Mælingar (framkvæmdar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands) sýna, eins og við var að búast, að gjóskan nær gosstöðvunum er nokkuð grófari.

Sér í lagi er sýni sem tekið var 17.4 mun grófara, en hinsvegar er sýni tekið 18.4 nokkuð líkt og 15.4.

kornaminna_15_17_18_april

Sýni tekin 15.4 af Sigurði Reyni Gíslasyni og 17 og 18. 4 af Guðrúnu Larsen og Ármanni Höskuldssyni.

kornaminnaflokkagna_15_17_18_april


Sinueldurinn við Þykkvabæ - reykský sést á gervitunglamynd

Reykur séður með gervitunglum

Skýjahnoðrinn við ströndina hjá Þykkvabæ er væntanlega vegna sinueldanna. 


mbl.is Kveikt í sinu í Þykkvabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandstormar 26, 27 og 28. mars, 2010

Undanfarna daga hefur verið nokkuð stíf norðanátt og sandstormar greinilegir frá suðurlandi.

20100326_sandstormur_modis_A2010085_1155

Þessi mynd er tekin 26. mars, 2010, kl. 11:55.

20100327_sandstormur_modis_1300_crop

Þessi er tekin 27. mars, 2010, kl. 13:00.

20100328_sandstormur_modis_btd_0400_crop

Þessi hitamismunarmynd er tekin 28. mars, 2010, kl. 04:00. Hér sést greinilegur strókur frá söndunum sunnan Skeiðarárjökuls.

Takið einnig eftir svarta blettinum milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, það er hitafrávik vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi. 


Eldgosið á Fimmvörðuhálsi

Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, fyrir viku síðan rétt fyrir miðnætti þann 20. mars, 2010.

fimmvorduhals_ali_2010083

Fyrir nýjustu fréttir, vísindatengdar, heldur Jarðvísindastofnun úti fróðlegri síðu: http://jardvis.hi.is/page/jardvis_eyjogos

Þetta er fremur lítið gos og veldur ekki miklum áhyggjum, eins og sakir standa. Ef sprungan myndi hinsvegar lengjast til vesturs færi hún fljótlega inn undir Eyjafjallajökul, eða austurs, færi hún undir Mýrdalsjökul, og þá mætti búast við jökulhlaupi. Einnig myndi gosið breytast í gos með meiri sprengingum eftir því sem vatn hefði greiðari aðgang að gosrásinni.

Nágranni Eyjafjallajökuls er Katla og hún virðist hafa átt það til að þurfa að toppa gos í Eyjafjallajökli (reyndar stutt saga, 3-4 atburðir). Ef það gerist erum við að tala um gos af allt öðrum toga og stærargráðu. Yfir Kötlu liggur Mýrdalsjökull sem er 500 - 700 m þykkur yfir öskjunni !


Líkanreikningar af svifryksmengun í Reykjavík

Eitt af verkefnum mínum er að búa til líkan af svifryksmenguninni í Reykjavík. Til þess hef ég notað mælistöðina við Grensásveg, sem hefur yfirleitt minnst af gloppum í gögnum og mælir veðurbreytur á stöðinni.

Myndin hér að neðan sýnir samanburð líkansin (rauð lína) og mælinga (blá lína) hingað til á þessu ári. Enn sem komið er, er ekki tekið tillit til snjóhulu og sandstorma (fjarlægra), meðal annars ....  Þannig að búast má við mismun á líkani og mældum gildum !

Það sem líkanið á að ná er hinsvegar mengun vegna umferðar og staðbundinna áhrifa (að nokkru leyti) og áhrifa veðurs (vinds, raka, rigningar).

GRE2010_meas_mod  

Í heildina gefur líkanið góða mynd af styrk svifryksmengunar. Ég þarf að skoða hvað gerist þá daga sem það passar ekki - en það tekur tíma og þar sem þetta er orðið hliðarverkefni reikna ég ekki með að fara vel ofaní saumana á því alveg í bráð. Rétt er að hafa í huga að hér er verið að bera saman 30 mín gildi mengunar, þannig að upplausnin er mjög mikil.

 


Sandstormur frá Landeyjasandi 3. febrúar, 2010

Sandstormur Landeyjasandi 3 feb 2010

Greinilegur sandstrókur stóð frá Landeyjasandi miðvikudaginn 3. febrúar, 2010.  Mikil svifryksmengun var í höfuðborginni, en sennilega var það vegna umferðar og stillu, að minnsta kosti viriðist strókurinn ekki hafa náð til borgarinnar um kl. 13:05 samkvæmt þessari mynd.


Kuldi í Evrópu og N-Ameríku

NOA í fullu fjöri !

 

NOA 20091231

 

Litaskali

Þessi mynd sýnir hitastigið í desember 2009 samanborið við meðalhita desember árin 2000 til 2008. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband