Eldgosið á Fimmvörðuhálsi

Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, fyrir viku síðan rétt fyrir miðnætti þann 20. mars, 2010.

fimmvorduhals_ali_2010083

Fyrir nýjustu fréttir, vísindatengdar, heldur Jarðvísindastofnun úti fróðlegri síðu: http://jardvis.hi.is/page/jardvis_eyjogos

Þetta er fremur lítið gos og veldur ekki miklum áhyggjum, eins og sakir standa. Ef sprungan myndi hinsvegar lengjast til vesturs færi hún fljótlega inn undir Eyjafjallajökul, eða austurs, færi hún undir Mýrdalsjökul, og þá mætti búast við jökulhlaupi. Einnig myndi gosið breytast í gos með meiri sprengingum eftir því sem vatn hefði greiðari aðgang að gosrásinni.

Nágranni Eyjafjallajökuls er Katla og hún virðist hafa átt það til að þurfa að toppa gos í Eyjafjallajökli (reyndar stutt saga, 3-4 atburðir). Ef það gerist erum við að tala um gos af allt öðrum toga og stærargráðu. Yfir Kötlu liggur Mýrdalsjökull sem er 500 - 700 m þykkur yfir öskjunni !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband