Kornastærð gosöskunnar í sýni teknu 20100415

Með því að gera smá nálganir, eins og sömu lögun agna af mismunand stærð, er hægt að finna út fjölda agna af gefinni stærð út frá mælingum á massa sem fall af þvermáli agna.

Á grafinu hér að neðan má sjá:

1) Hlutfall massa þeirra agna sem minni en gefin kornastærð. Þannig er hlutfallið 100% fyrir 300 micro-m agnir, því allar eru minni en það og um 25% minni en 10 micro-m (sem samsvarar PM10, sem margir kannast við úr svifryksmælingum).

2) Sýnir hlutfall af heildarmassa í hverjum stærðarflokki.

3) Sýnir fjölda agna í hverjum stærðarflokki, miðað við að 1 ögn sé í stærðsta flokknum (294 micro-m). Þannig sést að fyrir hverja eina ögn af stærð ~300 micro-m eru um 10 þúsund af stærðinni í kringum 10 micro-m og um milljón af stærðinni 2.5 micro-m.

20100415_gjoskaKornagreining 

Sýnið var mælt hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (fyrsti ferillinn á myndinni hér að ofan) að beiðni Umhverfisstofnunar.

Sýnið tóku Sigurður Reynir Gíslason og fleiri góðir menn af Jarðvísindastofnun Háskólans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband