Svifryk (PM) og gosmökkur

Undanfarið hefur styrkur svifryks mælst mjög hár í Vík í Mýrdal.

Svifryk er mælt sem magn (þyngd) agna sem hafa þvermál minna en 10 mm (10-5 m) í rúmmetra andrúmslofts og er táknað með PM10

Það sem átt er við með háum styrk eru gildi sem eru 10 og jafnvel meira en 20-sinnum hærri en viðmiðunmörk fyrir sólarhrings-styrk svifryksmengunar. Heilsuverndarmörkin (fyrir meðaltal sólarhrings) eru 50 mg/m3.

Gildi yfir styttri tíma (10-mín) hafa náð yfir 10 000 mg/m3.

Til viðmiðunar má nefna að um áramót, í mestu stillum, fer styrkurinn mest í 2 000 mg/m3 !

Gervitunglamyndin hér að neðan, frá því í dag, sýnir hvernig gosmökkurinn rís upp fyrir skýjahuluna við Eyjafjallajökul.

20100512_MER_121749

Image from ESA's Meris satellite on 12 May 2010, at 12:18.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband