Grein um svifryksmengun um áramót í næsta hefti Náttúrufræðingsins

Í næsta hefti Náttúrufræðingsins birtist grein eftir mig, Þorstein Jóhannsson, Sigurð B. Finnsson og Önnur R. Böðvarsdóttur um svifryksmengun um áramót í Reykjavík.

 

nattfr_ThTh_etalÁgrip. Svifryksmengun í Reykjavík um áramót mælist margfalt meiri en dæmigerð hámarksgildi yfir árið (~100 µg/m3, 30-mín gildi). Áramótin 2005/6 mældist styrkurinn til dæmis 2.374 µg/m3 (30-mín. gildi) við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Sterkir vindar og úrkoma hafa veruleg áhrif til að draga úr styrk svifryksmengunar og breytingar á vindátt, jafnvel í hægviðri, geta leitt til flókinna tímaraða. Enda þótt styrkurinn verði mjög hár eru þessir atburðir undantekningarlítið skammvinnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband