Hár styrkur svifryks í Rvk (og O3)

Nú mælist hár styrkur svifryks í borginni.

 Eins og oft áður, eða í um helmingi tilfella árið 2008, eru það sandstormar (~1/3 tilfella árið 2008) og mengað loft frá meginlandinu (~1/6 tilfella árið 2008), sem valda háum styrk mengunar.

 Spár frá Evrópu sýna að styrkur ósons verður væntanlega nokkuð hár ...

Óson spá fyrir daginn

Fréttin á mbl.is:

Innlent | mbl.is | 13.5.2009 | 11:53
Mikil svifryks- og ósonmengun í dag 

Líkur eru taldar á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag, 13. maí. Svifryksmengunin virðist helst berast til borgarinnar frá meginlandi Evrópu og með sandstormum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Styrkur ósons er einnig hár.

Að sögn umhverfis-og samgöngusvið Reykjavíkur mældist gildi svifryks 165 míkrógrömm á rúmmetra á Grensásvegi og 138 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum klukkan 11 í dag. Viðmiðunarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa. Hægt er fylgjast með styrk svifryks á heimasíðu Reykjavíkurborgar og á veðurvef mbl.is.

Styrkur ósons (O3) er einnig hár í dag en það berst frá meginlandi Evrópu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband