Grein um svifryksmengun um áramót í næsta hefti Náttúrufræðingsins

Í næsta hefti Náttúrufræðingsins birtist grein eftir mig, Þorstein Jóhannsson, Sigurð B. Finnsson og Önnur R. Böðvarsdóttur um svifryksmengun um áramót í Reykjavík.

 

nattfr_ThTh_etalÁgrip. Svifryksmengun í Reykjavík um áramót mælist margfalt meiri en dæmigerð hámarksgildi yfir árið (~100 µg/m3, 30-mín gildi). Áramótin 2005/6 mældist styrkurinn til dæmis 2.374 µg/m3 (30-mín. gildi) við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Sterkir vindar og úrkoma hafa veruleg áhrif til að draga úr styrk svifryksmengunar og breytingar á vindátt, jafnvel í hægviðri, geta leitt til flókinna tímaraða. Enda þótt styrkurinn verði mjög hár eru þessir atburðir undantekningarlítið skammvinnir.


Mikið svifryk í Vík þann 20100717

20100717PM10VikHvol_ThrosturTh

Sólarhringsmeðaltalið var ansi hátt í Vík þann 17. júlí 2010, eða um 174 micro-g/m3. Góð loftgæði á Hvolsvelli, meðaltalið um 48 micro-g/m3, en mælirinn við Raufarfell virkaði ekki.


Svifryk fyrir austan þann 2010-07-16

20100716PM10dayVikRaufHvol_ThrosturTh

Töluvert mikið af svifryki á Raufarfelli þann 16 júlí 2010, nærri 300 micro-g/m3 sólarhringsgildið, meðan Vík var nærri 70 micro-g/m3, en Hvolsvöllur í góðum málum með rétt um 10 micro-g/m3.

Fljótlega eftir miðnætti 17 júlí sést mikill toppur á stöðinni í Vík, þannig að sólarhringsmeðaltalið þar stefnir í hærra gildi.

20100716_17_VikPM10_ThrosturTh

Þessi toppur er væntanlega vegna aukins vindhraða í nágrenninu, eða í háloftum (ofan af jökli), því ekki er sjáanleg aukning í vindstyrk á mælinum í Vík.


Ísjakar brotna hratt af íshellunni við NA-Grænland

Ísjakar brotna hratt af íshellunni við norðaustur Grænland.

Myndirnar tvær fyrir neðan eru frá 13 og 14. júlí 2010. Fyrri daginn er íshellan nánast alveg heil, en daginn eftir má sjá að stór ísjaki hefur brotnað af.

Arctic_2010194_1km

Arctic_2010195_1km 

Myndir frá NASA Rapifire.


Rigning og nánast enginn vindur, góð loftgæði fyrir austan 2010-07-10

20100710PMWeather_ThrosturTh

Mælingar á PM10 við Raufarfell (rauðu línurnar) og Hvolsvöll (bláa línan). Einnig sýndur vindhraði (WS) og raki (RH) við Raufarfell.

Nokkur rigning var á svæðinu, auk þess sem vind hreyfði lítið.

Því voru loftgæðin mjög góð, um 9 micro-g/m3 á Hvolsvelli og 5 micro-g/m3 á Raufarfelli.


Góð loftgæði á Hvolsvelli og Raufarfelli þann 2010-07-09

image

Lítill vindur og góð loftgæði þann 9. júlí á Hvolsvelli og Raufarfelli. Sólarhringsmeðaltalið á Raufarfelli var rétt undir 50 micro-g/m3 og 33 micro-g/m3 á Hvolsvelli.

Aukningin í svifryki við Raufarfell upp úr 16 á grafinu passar við smá aukningu í vindhraða, yfir 3 m/s - en athuga þarf að þetta er vindhraðamælir á mælistöðinni og svifrykið getur borist lengra frá.


Mikið svifryk við Raufarfell 2010-07-08

Samkvæmt nýjum mæli við Raufarfell var mikið svifryk þann 8. júlí 2010 (sólarhringsmeðaltal 424 micro-g/m3 og hæðsta 10-mín gildi 1071 micro-g/m3).

Ekki var hinsvegar mikið svifryk á Hvolsvelli, ólíkt deginum áður og mælirinn í Vík er enn óvirkur.

20100708PM10RaufHvol_ThrosturTh

Ef mæingarnar eru skoðaðar virðist helst að norlæg átt (kringum 0° eða 360°á myndinni að neðan, austur er 90°, suður 180° og vestur 270°) og vindur yfir 5 m/s sem veldur aukningu.

20100708PM10MeasRauf_ThrosturTh

Einhver örlítil úrkoma var á svæðinu og rakastigið við Raufarfell fór úr um 50% frá miðnætti til 11:30 í rúmlega 60% og frá 18:00 úr 60% nánast línulega í rúmlega 80%RH á miðnætti.

20100708RH_ThrosturTh


Mikið af svifryki (PM10) fyrir austan 2010-07-07

20100707PM10RaufHvol_ThrosturTh

Mjög hátt dægurgildi svifryks á Hvolsvelli þann 7. júlí 2010 (næstum 350 micro-g/m3), hátt á Raufarfelli (168 micro-g/m3), en mælirinn í Vík er bilaður.

20100707PM10Meas_ThrosturTh

Dagurinn byrjaði nógu rólega, en með auknum vindi fór aska og mögulega sandur af stað.

image

Vindhraði mældur í Raufarfelli.


Góð loftgæði fyrir austan

20100705PM10VikRaufHvol_ThrosturTh

Lítið meira um þetta að segja - sama og í gær nánast.

Búist við vind í dag, 6. júlí 2010, en ekki enn orðið hvasst um 14:30.


Smá bleyta og nánast enginn vindur, nánast ekkert svifryk 2010-07-04

20100704PM10VikRaufHvol_ThrosturTh

Smá rigning og nánast enginn vindur þíddi góð loftgæði fyrir austan. Á Vík var þó nokkuð meira, sólarhringsmeðaltalið yfir 70 micro-g/m3. Það veldur þó áhyggjum að lágmarkið, lægsta gildi sólarhringsins var 48 micro-g/m3, sem þíðir að annað hvort er alltaf heilmikið af svifryki í loftinu nærri mælistöðinni, eða að núllína mælitækisins er eitthvað röng.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband