Fín loftgæði á Hvolsvelli og sæmileg á Vík 2010-07-03

20100703PM10VikHvol_ThrosturTh

Mikill dagamunur, 2. júlí var meðaltalið yfir 200 micro-g/m3 á Hvolsvelli, en 3. júlí var það 12 micro-g/m3. Svipað áfram í Vík, rétt yfir heilsuverndarmörkum í 77 micro-g/m3. Einhver úrkoma var á svæðinu, sem án efa hefur hjálpað, auk þess sem vindur var ekki mikill.


Skyggni miðað við styrk svifryks – dæmi frá snillingunum á Umhverfisstofnun

Dæmi um skyggni miðað við styrk svifryks, frá Hvolsvelli.

Tekið saman af snillingunum á Umhverfisstofnun.

Varnaðarorð þeirra:

SigurdurFinnsson | July 02, 2010

Þó að Umhverfisstofnun fylgist með svifryksmengun á Suðurlandi í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli er langt frá því að hægt sé að mæla styrkinn alls staðar. Stofnuninni hafa borist margar spurningar sem beinast að því hvernig sé hægt að greina styrk svifryks út frá öðru en mælingum. Umhverfisstofnun hefur því borið saman myndir frá vefmyndavél Mílu ehf. á Hvolsvelli við mælingar á því svæði og reynt að meta hvert skyggni er miðað við styrk svifryks.
Hér má sjá stutt myndskeið sem tekið er saman af Umhverfisstofnun sem lýsir þessu að einhverju leyti. Gott er að nota myndskeiðið sem viðmið, en ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á útkomuna og því er þetta ekki svona í öllum tilfellum.
Myndir eru fengnar með leyfi frá Mílu ehf.
Athygli er vakin á því að mannsaugað sér betur en myndavélaauga og aðlagar sig betur að aðstæðum og því eru þetta aðeins gróf viðmið sem þó er hægt að notast við þegar verið er að meta loftgæði. Gott er að nota hluti úr umhverfinu sem viðmið til að áætla skyggni, s.s. hús, hæðir, fjöll, staura og annað, til að meta hversu vel þeir sjást í fjarlægð. Ýmsir þættir geta haft áhrif á það hve vel hlutirnir sjást, svo sem hæð, áferð og litur þess hlutar sem miðast er við, en hlutir í sterkum litum sjást í meiri fjarlægð en aðrir í daufum litum.


Mikið svifryk á Hvolsvelli, Heimaland biluð, þann 2010-07-02

20100702PM10VikHvol_ThrosturTh

Mikið svifryk kringum hádegi á Hvolsvelli, mest í 1774 micro-g/m3, en stöðugt á Vík (milli 40 og 115 micro-g/m3).

Raunar aldrei niðurfyrir 40 á Vík sem vekur vissar spurningar.

20100702PM10Meas_ThrosturTh

Mælirinn við Heimaland virðist síðan hafa bilað, mögulega eitthvað að honum jafnvel 1 júlý, eða það gerst við þann topp.


Öskufjúk í fréttunum frá 1 júlí 2010

Sjá færsluna á undan http://turdus.blog.is/blog/turdus/entry/1073512/
mbl.is Öskubylur undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið svifryk PM10 á Heimalandi, Hvolsvöllur hár, Vík betri þann 2010-07-01

20100701PM10VikHeimHvol_ThrosturTh

Mjög mikið af svifryki á Heimalandi (631 micro-g/m3), hátt á Hvolsvelli (224 micro-g/m3), en nokkuð gott á Vík (58 micro-g/m3), sólarhringsgildið. Heisluverndarmörk eru sem áður 50 micro-g/m3.

20100701PM10meas

Mæld gildi á svifryki yfir daginn 1 July 2010. Mjög vindasamt frá morgni (um 6), en ekki nógu blautt, sér í lagi á Heimalandi.

Fyrir Heimaland sýni ég bæði mælingar á PM10 (rauð lína), og PM2.5 (rauð brotalína). Það flækir málið að PM2.5 gildin eru hærri en PM10 gidlin, þar sem PM2.5 gildin eru tekin með í PM10 flokkinn. Þannig að annaðhvort er villa í PM2.5 mælingunum, eða PM10 er vanmetið (og það töluvert í hæðstu toppum).


Töluvert svifryk fyrir austan 2010-06-30

20100630PM10VikHeimalHvols_ThrosturTh

Töluvert mikið svifryk var fyrir austan í gær, 30. júní 2010. Á Hvolsvelli var sólarhringsmeðaltalið nærri 340 micro-g/m3, 169 á Vík og 152 á Heimalandi.

Eitthvað virðist hafa blásið yfir til Höfuðborgarsvæðisins, því aukning mældist í Reykjavík og Hvaleyrarholti upp úr 16.

20100630MeasPM


Betri loftgæði, vegna svifryks, fyrir austan, nema að Vík enn svipuð þann 2010-06-29

20100629PM10VikHeimalHvols_throsturth

Lítið var um svifryk (meðaltal yfir sólarhring) á Heimalandi og Hvolsvelli í gær, en ennþá nokkuð í Vík (70 micro-g/m3; heilsuverndarmörk 50 micro-g/m3).


Mun betri loftgæði 2010-06-28

20100628PM10VikHeimalHvols_ThrosturTh

Sólarhringsmeðaltalið rétt yfir heilsuverndarmörkum á Vík, en rétt undir á Hvolsvelli og Heimalandi.

20100628PM10MeasVal_ThrosturTh

Sjáum að á Vík kom toppur rétt eftir miðnætti og svo aðeins aukning um hádegiog upp úr 20. Smá hámark um 4 að nóttu á Hvolsvelli.


“Kort” til ráðleggingar varðandi svifryksmengun

Viðbrögð vegna svifryksmengunar (PM10) fara eftir styrk svifryks í andrúmslofti.

Hér að neðan er tengill á einskonar töflu, sem kort eða mynd, sem sýnir almenna flokkun á loftgæðum vegna styrks svifryksmengunar og helstu ráðleggingar fyrir hvern flokk.

Kortið má nálgast hér, bæði sem mynd (smámynd hér að neðan) og kort sem hægt er að "ferðast um".


“Kort” til ráðleggingar varðandi gróðurelda

Nokkrir punktar varðandi umgengni sem geta komið í veg fyrir að gróðureldar kvikni. Einfaldir punktar, eins og að henda ekki út logandi vindlingum, leggja ekki einnota grill á gróður, drepa í kolagrillum eftir notkun, o.s.fr.

Einnig örfá atriði til að huga að varðandi viðbrögð við gróðureldum og mögulega forvarnir

Athugið að þetta er engan veginn tæmandi upptalning og mun verða þróað áfram !

Kortið má nálgast hér, bæði sem mynd (smámynd hér að neðan) og kort sem hægt er að "ferðast um".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband