Enn nokkuð mikið svifryk, sér í lagi á Heimalandi (246 micro-g/m3) og Hvolsvelli (152 micro-g/m3), en einnig nokkuð í Vík (100 micro-g/m3).
Ef skoðaðar eru mælingar frá mælistöðvunum sjálfum þann 26 júní 2010, sjáum við að vindáttin breyttist ekki mikið yfir daginn í Vík (rauðir hringir), og, kannski furðulega, virðast hæðstu gildin vera við lægsta vindhraða. Hér þarf þó að athuga að þetta eru mælingar við hús niðrí bæ.
Við Heimaland (bláar stjörnu) eru hæðstu gildin einnig við frekar hægan vind og ekki auðvelt að sjá tengsl við vindátt ...
Þann 26. júní 2010 var mikið svifryk á Heimalandi. Sólarhringsmeðaltalið var yfir 580 micro-g/m3 og hæðsta gildi 2888 micro-g/m3 !
Einnig var mikið svifryk á Hvolsvelli, sólarhringsmeðaltalið 267 micro-g/m3 (vantar engu að síður nokkuð af punktum í mælingarnar).
Á Vík var hinsvegar mun minna svifryk, sólarhringsmeðaltalið um 80 micro-g/m3.
Svifryk var rétt yfir heilsuverndarmörkum á Vík, en fyrir neðan á Heimalandi og Hvolsvelli, þann 25. júní 2010.
Í Reykjavík, í Fjölskyldu-og Húsdýragarðurinum(FHG), var meðaltalið undir 7 micro-g/m3.
Almennt nokkuð gott ástand, þó rétt yfir heilsuverndarmörkum í Vík, en mjög lítið á Heimalandi og Hvolsvelli.
Á gervitunglamyndum sést að skýjað var að hluta á suðurlandi kl. 14:30 þann 2010-06-24. Einnig sést (á rauðu og grænu myndinni) vel hvar hafísinn er NV af landinu (rauður á efri myndinni). Síðan sést vel í þörungablóma vestur af landinu (neðri myndin).
Svifryk (PM10) var mun minna þann 23 júní 2010 en daginn áður. Rétt fyrir ofan heilsuverndarmörk (50 micro-g/m3) á Vík og Heimalandi, en rétt fyrir neðan á Hvolsvelli.
Svifryk vel yfir heilsuverndarmörkum í gær, 22 júní 2010, um og yfir 200 micro-g/m3 á Vík og Hvolsvelli, og um 100 micro-g/m3 á Heimalandi.
Mun verri loftgæði en undanfarna daga. Væntanlega ekki rignt, amk ekki mikið.
Svifrykið í gær á Vík, Hvolsvelli og Heimalandi.
Takið eftir að Hvolsvöllur sýnir 30-mín meðaltal, á meðan Heimaland og Vík eru 10-mín meðaltöl. Toppar verða því oft heldur minni á Hvolsvelli (þ.s. meðaltal tekið yfir 3 sinnum lengri tíma).
Gróðureldurinn í Arizona, BNA, hefur verið töluvert í fréttum nýlega. Aðallega vegna þess að hann ógnar húsum á svæðinu.
Þessi gervitunglamynd frá MODIS er frá 21 júní 2010. Frá NASA þökk sé Jeff Schmaltz, MODIS Rapid Response Team.
Vísindi og fræði | Þriðjudagur, 22. júní 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ennþá rétt yfir heilsuverndarmörkum á Vík, en vel fyrir neðan þau á Heimalandi og Hvolsvelli þann 21. júní 2010.
Síðastu mælingar í dag, 22. júní, gefa þó til kynna að mögulega verði meira um svifryk. Hinsvegar er spáð úrkomu, þannig að vonandi verður ekkert úr því að svifrykið komist á stjá !
Dægurgildi svifryks eru nánast þau sömu 20. júní og daginn áður. Ívið lægri á Vík en daginn áður, en náði samt yfir heilsuverndarmörk (sem eru 50 micro-g á rúmmetra). Engu að síður mjög þokkaleg loftgæði.
Staðsetning mælistöðvanna er sýnd hér að neðan, auk mælistöðvarinnar í Fjölskyldu-og Húsdýragarðinum í Reykjavík.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar