Loftgæði nærri Eyjafjallajökli

Loftgæði geta spillst vegna svifryksmengunar. Svifryksmengun hefur verið mæld reglulega nærri Eyjafjallajökli frá því skömmu eftir að öskufall hófst. Einnig er svifryksmengun mæld á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Hver áhrif svifryks á heilsu manna og dýra eru er hinsvegar ekki vel þekkt. Þetta á við um bæði skammtíma- og lengri tíma áhrif. Þó eru margar rannsóknir sem sýna margvísleg óæskileg áhrif svifryksmengunar, öndunarfærasjúkdómar og hjarta-og æða sjúkdómar (aukinn blóðþrýstingur, hjartaáföll). Einnig er illa þekkt hvort efni sem fylgja svifryki, eða agnirnar sjálfar (og þá jafnvel lögun þeirra) valdi áhrifum.

Hinsvegar eru sífellt að koma fram sterkari vísbendingar um að mikið svifryk valdi álagi á ónæmiskerfi líkamans og geri fólk þar að leiðandi viðkvæmara fyrir allskonar kvillum.

Hver mörkin eru, er síðan einnig umdeilanlegt. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkró-grömm á rúmmetra (micro-g/m3), en þá er tekið meðaltal yfir 24 klukkustundir. Flestar mælingar eru gerðar yfir 10-mín eða 30-mín. Það er því mikilvægt að skoða þann tíma sem mælingarnar taka meðaltal yfir.

Nokkurs misræmis hefur gætt í leiðbeiningum varðandi viðbrögð við háum styrk svifryksmengunar. Sér í lagi varðandi ungabörn, hvenær óhætt sé að þau sofi úti og svoleiðis. Ég tel að engin ástæða sé til að láta ungabörn sofa úti ef styrkur svifrykmengunar mælist yfir 300 micro-g/m3, og raunar varla ef hann er yfir 100 micro-g/m3.

Grafið hér að neðan (stærri mynd ef smellt er á það) sýnir litaskala og nokkrar leiðbeiningar fyrir gefinn styrk svifryksmengunar.Grænn þíðir að loftgæðin eru góð og styrkur svifryksmengunar (PM10) lægri en 50 micro-g/m3, gulur ef styrkurinn er milli 50 og 100 micro-g/m3, appelsínugulur til gulllitur ef styrkurinn er milli 100 og 300 micro-g/m3, og rauður ef PM10 er yfir 300 micro-g/m3.

AlmenningurPMVarud

Að neðan eru svo mælingar frá Vík, Heimalandi og Hvolsvelli frá 19. júní 2010, þar sem þessi litaskali er notaður. Styrkur svifryks var almennt lítill, rétt yfir mörkum á Vík (um 70 micro-g/m3; 24-klukkustunda meðaltal), en mjög góð á Heimalandi og Hvolsvelli.

Vik_Heimal_Hvolsv_PM10_DayMean

 

 

Vonandi halda rigningar og gróður áfram að binda svifrykið !


Seigur gróðurinn

Ótrúlegt hvað gróðurinn er duglegur að koma sér gegnum öskuna.
Víða þarna fyrir austan sjást nánast engin ummerki um öskufall, þar sem gróður hefur stungið sér upp í gegn þannig að ekkert sést í öskulagið lengur.

Vonandi verður svo nóg af rótum og sinu til þess að í haust fari ekki allt á stjá aftur.


mbl.is Talsvert rok en ekkert öskufok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskudagurinn – Föstudagurinn 4 júní 2010

Mikið af ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli var á ferðinni föstudaginn 4. júní, 2010.

Suðvesturland var meira og minna í öskuskýi, eins og sést vel á gervitunglamyndinni hér að neðan. Grái liturinn þekur mest allt suðvesturlandið.

20100604_aska_zoom

Mælingar á PM10 (svifryki) sýna að mikið magn svifryks var í lofti síðar part dags, frá hádegi, á Höfuðborgarsvæðinu.

PM10_4jun2010_GREFHGHEH

Þessi mynd sýnir styrk PM10 á mælum við Grensás (GRE), í Fjölskyldu-og Húsdýragarðinum (FHG), og á Hvaleyrarholti, Hfj (HEH). Gögnin frá HEH sýna 10-mín meðaltöl, meðan gögnin frá GRE og FHG sýna 30-mín meðaltöl (við reiknum því með hærri toppum í 10-mín gögnunum).

Mælingar nær Eyjafjallajökli, í Vík (Vik 10-min), Heimalandi (Heimal. 10-min) og Hvolsvelli (Hvolsv. 30-min), sýna að styrkurinn við Heimaland, sem er milli Víkur og Hvolsvallar, varð mjög mikill, á meðan mikið vantar af gögnum frá Hvolsvelli og á Vík var frekar lítil (en samt mikil, en í samanburði við aðrar stöðvar). Ástæðan er væntanlega sú að vindáttin var hagstæð.

PM10_4jun2010_VikHeimHvol

 

Dægurgildi svifryks-mengunar hafa verið há á þessu svæði í maí (og það sem af er júní, eldgosið hætti/stoppaði 23. maí). Grafið hér að neðan sýnir það glöggt.

PM10_Daily_May_4jun2010

Þessi mynd sýnir dægurgildi (24-klst meðaltöl) svifryksmengunar á Vík (bláar súlur), Hvolsvelli (rauðar) og Heimalandi (grænar).

Á Vík hafa verið 5 dagar þar sem dægurgildi PM10 hefur farið yfir 200 mu-g/m3 (micro-grömm á rúmmeter): 8, 11, 12, 13 og 27 maí.

Á Heimalandi hafa verið að minnsta kosti 3 dagar (frá miðjum maí), og á Hvolsvelli að minnsta kosti 5 (frá miðjum-maí).

Hæðstu gildin hafa verið á Heimalandi, 1098 mu-g/m3 þann 26. maí, og 1008 þann 4. júní.


Væri gaman að vita hvað býr að baki

Um daginn var frétt þar sem talað var um að viðmiðunarmörkum um magn ösku í lofti til að óhætt sé að fljúga væri breytt úr 100 micro-grömmum á rúmmetra í 2000 micro-grömm á rúmmetra, eða 20-falt meira en áður.

Nú er talað um að "tímabundið" megi fljúga í gegnum mun þykkari öskuský.

Einnig er talað um hversu lítið þarf til að það setjist í þotuhreyflana - enda þótt þeir stoppi ekki - strax.

Vonandi fylgir þessum "mildari" reglum verulega hert eftirlit með ástandi þotuhreyfla.


mbl.is Mildari reglur um flugumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosmökkurinn í lægðinni norður af landinu

Flott að sjá á gervitunglamyndinni hér að neðan hvernig askan úr gosmekkinum frá Eyjafjallajökli hringar sig eftir vindáttum í lægðinni.

20100513_terra1200_1205

Mynd frá NASA Rapidfire - MODIS nemi um borð í Terra tunglinu. Tekin 13 maí 2010,kl.12:00.

Töluvert svifryk í Vík í gær, um 430 micro-g/m3 að meðaltali, en heilsuverndarmörk eru 50 micro-g/m3.

Virðist stefna í nokkuð mikið svifryk í dag einnig.


Svifryk (PM) og gosmökkur

Undanfarið hefur styrkur svifryks mælst mjög hár í Vík í Mýrdal.

Svifryk er mælt sem magn (þyngd) agna sem hafa þvermál minna en 10 mm (10-5 m) í rúmmetra andrúmslofts og er táknað með PM10

Það sem átt er við með háum styrk eru gildi sem eru 10 og jafnvel meira en 20-sinnum hærri en viðmiðunmörk fyrir sólarhrings-styrk svifryksmengunar. Heilsuverndarmörkin (fyrir meðaltal sólarhrings) eru 50 mg/m3.

Gildi yfir styttri tíma (10-mín) hafa náð yfir 10 000 mg/m3.

Til viðmiðunar má nefna að um áramót, í mestu stillum, fer styrkurinn mest í 2 000 mg/m3 !

Gervitunglamyndin hér að neðan, frá því í dag, sýnir hvernig gosmökkurinn rís upp fyrir skýjahuluna við Eyjafjallajökul.

20100512_MER_121749

Image from ESA's Meris satellite on 12 May 2010, at 12:18.


Eyjafjallajökull 15-17 apríl 2010

Gosstrókurinn úr hæfilegri fjarlægð.

Eruption at Eyjafjallajokull - 20100415-17

Þröstur Þ.


Myndir af gosstöðvunum

Fór með Þorsteini J. af UST að færa svifryksmælinn í Vík. Fengum gott veður, sér í lagi var bjart yfir gosstöðvunum á leiðinni austur.

Eldgosið í Eyjafjallajökli

Mbk. Þröstur Þ.


Gosmökkurinn

Gosmökkurinn sést mjög greinilega á myndum frá NASA MODIS sem Veðurstofa Íslands (IMO) vinnur úr - ég vann að þróun þessarar aðferðar.

20100501_btd_2250

Þessi mynd frá 1 maí sýnir gosmökkinn kl. 22:50 mjög greinilega.

20100502_btd_0430

Þessi mynd frá 2 maí sýnir einnig gosmökkinn mjög vel, kl. 04:30.


Kornastærð gjóskunnar

Mælingar (framkvæmdar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands) sýna, eins og við var að búast, að gjóskan nær gosstöðvunum er nokkuð grófari.

Sér í lagi er sýni sem tekið var 17.4 mun grófara, en hinsvegar er sýni tekið 18.4 nokkuð líkt og 15.4.

kornaminna_15_17_18_april

Sýni tekin 15.4 af Sigurði Reyni Gíslasyni og 17 og 18. 4 af Guðrúnu Larsen og Ármanni Höskuldssyni.

kornaminnaflokkagna_15_17_18_april


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband