Hér að neðan er kort af dreifingu SO2 þann 23 apríl 2010.
Einnig set ég myndina sem við notum til að greina smáar agnir í lofti, ekki hægt að segja annað en að þarna sé nokkuð góð samsvörun.
Tekin 12:40 þann 23 apríl 2010.
Hér er síðan dreifingin á SO2 í gær, 24 apríl 2010.
Og aftur loftmyndin frá því 24 april 2010.
Ekki mikið að gerast á gervitunglamynd, né vefmyndavélum mílu (http://mila.is), né sakvæmt fréttum í gosinu í Eyjafjallajökli.
Svolítið af ösku hefur orðið vart á svæðum, Grímsnesi, Hvolsvelli, o.fl., nær og nær Reykjavík. Þetta eru hinsvegar í mjög litlu magni.
Töluvert af því sem fýkur er sennilega aska af jörðu, auk "venjulegra" sandstorma.
Þetta sést ágætlega á tunglmyndinni frá því kl. 11:42 í dag, 24 apríl 2010.
Að öllum líkindum var túlkun mín á hitamyndinni, varðandi dreifingu öskunnar í gær, rétt. Þetta er byggt á fréttum um öskufall.
Þessar gervitungla og mismunahitamyndir frá því kl. 12:20 og 12:40 í dag, 23 apríl 2010, virðast sýna gosösku fara í norður í fyrstu og síðan í vestur. Komin nálægt Höfuðborgarsvæðinu skv. þessu, en ekki alveg.
Ekki þarf þó að hafa miklar áhyggjur, ekki virðist mikið magn berest frá eldstöðinni og síðan hefur "skýið" ferðast ansi langa leið.
Einnig tek ég skýrt fram að þetta eru vangaveltur á þessu stigi, mig vantar frekari "sönnunargögn". Ef einhver hefur þau, endilega látið mig vita !!!
Erfitt að sjá nákvæmlega á þessari mynd, en með góðum vilja má greina smá mökk beint í norður frá Eyjafjallajökli, sem síðan beygir til vesturs.
Á þessari mynd, tel ég að sjá megi gosöskuna sem rauðleita slikju, norður og síðan vestur frá gosstöðinni. Ekki alveg víst og myndi vilja fá einhverja aðra staðfestingu, en rauða litinn ætti í flestum tilfellum smáar agnir að mynda.
Það sést einnig nokkuð vel á þessari mynd í fölskum litum, amk að fer fyrst til norðurs og sveigir svo til vesturs. Hverfur reyndar fljótt í ský .
Gervitunglamynd frá því 12:20 í dag sýnir, að því að virðist, frekar lítinn gufubólstur stíga upp frá gosstöðvunum kl. 12:20 í dag, 23 apríl 2010.
Til þess að gera lítið að gerast í gosinu í dag, varla neitt sand/ösku-fok, amk um hádegi.
Gervitunglamyndir frá 11:36 í dag, 21 apríl 2010.
Gosið heldur áfram, enda þótt stíllin virðist aðeins vera að breytast. Nú er farið að sjást í hraun, enda búin að hlaðast upp smá varnarveggur sem hindrar vatn að einhverju leyti í því að ná eins auðveldlega í gosrásina.
Þessi mynd, tekin kl. 04:10 í nótt, 20 apríl 2010, sýnir gosmökkinn, og (að ég held) í fyrsta sinn sterkt hitafrávik yfir gos-opinu(m), sem er svarti depillinn á myndinni. Heilmikið af ösku (og mögulega sandi með) er á ferðinni austan gosstöðvarinnar.
Gosmökkurinn nær langar leiðir út á haf, eins og sést á myndunum hér að neðan.
Tekin 12:50 þann 19 apríl 2010.
Upptakasvæðið stækkað, takið einnig eftir sandstormunum.
Heiðskírt og fallegt á suðurlandi í dag.
Gosmökkurinn mjög greinilegur, en einnig blandast í hann sandur úr sandstrókum af söndunum á suðurlandi.
Þessi mynd er tekin kl. 12:41 í dag 19 apríl 2010.
Samskonar mynd og í síðustu færslu, en þessi tekin 1 klst 40 mín síðar, kl. 05:05 þann 19 apríl 2010.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1574
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar