Gosmökkur í nótt

Samkvæmt fréttum hefur verið nokkuð öskufall suður af eldstöðinni í Eyjafjallajökli í nótt.

Innlent | mbl.is | 19.4.2010 | 07:00 | Talsvert öskufall frá Ásólfsskála að Sólheimajökli

Talsvert öskufall hefur verið á svæðinu frá Ásólfsskála að Sólheimajökli í nótt. Unnið er að því að setja upp fasta lokun á Suðurlandsvegi frá  Markarfljótsbrú að  Sólheimajökli. Skyggni hefur verið á bilinu fjögur til fimm hundruð metrar en á köflum hefur það farið niður í um eitt hundrað metra.  Í morgun barst tilkynning frá Þorvaldseyri um nær ekkert skyggni á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Frá miðnætti var norðanátt yfir gosstöðvunum sem samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands heldur áfram í dag og því hætt við öskufalli undir Eyjafjöllum og jafnvel yfir Vestmannaeyjar.

Þetta passar vel við gervitunglamynd frá því kl. 03:25 í nótt, 19 apríl 2010.

20100419_btd_P20101090325

Þessi hitamismunamynd sýnir greinilega gjósku sem kemur frá Eyjafjallajökli.

Þessar hitamismunamyndir eru nokkuð sem undirritaður hefur verið að vinna að í samvinnu við Veðurstofu Íslands.


Gosið í Eyjafjallajökli 17 og 18 apríl 2010

Fínar gervitunglamyndir frá 17 apríl 2010, og hitamismunamynd frá 04:20 þann 18 apríl 2010.

20100417_MER_120925

17 April 2010, at 12:09 - image from MERIS.

20100417_MER_120243_z

17 April 2010, at 12:02 - image from MERIS.

20100418_0420_btd

18 April 2010, at 04:20. Gosmökkurinn vel greinilegur!


Kornastærð gosöskunnar í sýni teknu 20100415

Með því að gera smá nálganir, eins og sömu lögun agna af mismunand stærð, er hægt að finna út fjölda agna af gefinni stærð út frá mælingum á massa sem fall af þvermáli agna.

Á grafinu hér að neðan má sjá:

1) Hlutfall massa þeirra agna sem minni en gefin kornastærð. Þannig er hlutfallið 100% fyrir 300 micro-m agnir, því allar eru minni en það og um 25% minni en 10 micro-m (sem samsvarar PM10, sem margir kannast við úr svifryksmælingum).

2) Sýnir hlutfall af heildarmassa í hverjum stærðarflokki.

3) Sýnir fjölda agna í hverjum stærðarflokki, miðað við að 1 ögn sé í stærðsta flokknum (294 micro-m). Þannig sést að fyrir hverja eina ögn af stærð ~300 micro-m eru um 10 þúsund af stærðinni í kringum 10 micro-m og um milljón af stærðinni 2.5 micro-m.

20100415_gjoskaKornagreining 

Sýnið var mælt hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (fyrsti ferillinn á myndinni hér að ofan) að beiðni Umhverfisstofnunar.

Sýnið tóku Sigurður Reynir Gíslason og fleiri góðir menn af Jarðvísindastofnun Háskólans.


Gjóskan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli

20100415_crefl1_1135_20101051140

Þessi mynd var tekin kl. 11:35 þann 20100415 og sýnir greinilega hvernig gjóskan ferðast í tiltölulega mjóum strók alla leið að suður Noregi og Skotlandi.

20100415_crefl1_367_1135_20101051140

Þetta er samskonar mynd, bara í fölskum litum.

Sýnum af gjóskunni var safnað í dag, 15 apríl 2010, meðal annars af Sigurði Reyni Gíslasyni, austan við gosstöðvarnar um kl. 11:30. Þau sýni voru send til kornastærða-greiningar á Nýsköpunarmiðstöð að beiðni og frumkvæði Umhverfisstofnunar.

Það kemur í ljós að gjóskan er mjög fíngerð. Öll kornin reyndust vera minni en 300 mm, 23.4% voru minni en 10 mm, og 7.6% minni en 2.6 mm. Þannig að þetta er mjög fíngert efni!

Það kom einnig í ljós í vinnu Níels Óskarssonar og annara á Jarðvísindatofnun að það er mikið af flúor á yfirborði gjóskunnar. Þannig að þetta er verulega "óholl" gjóska. Það ætti því að forðast eins og kostur er að anda að sér lofti með gjósku. Agnir smærri en 2.5 mm geta farið alla leið niðrí lungu og jafnvel í blóðrásina. Stærri agnir, upp að 10 mm geta valdið ertingu og óþægindum í öndunarfærum. Mengandi efni sem geta fylgt gjóskunni bæta svo við skaðleg áhrif hennar.


Gosið í Eyjafjallajökli 15 apríl 2010

Nú er öskufall farið að hafa áhrif á flug, en þó ekki hér á Íslandi !

20100415_1125_MER

Þessi mynd var tekin kl. 11:25 í dag, 20100415. Hér sést vel hvernig strókurinn frá gosinu liggur í austur.

20100414_1157_MER_b

Þessi mynd frá því í gær sýnir strókinn vel. Mynd tekin 11:57 þann 20100414.


Eldgos undir Eyjafjallajökli

Eldgos hófst síðastliðna nótt, 14 apríl 2010, undir Eyjafjallajökli.

Nýlegu gosi á Fimmvorduhálsi, skammt þarna frá til austurs, lauk formlega í gær!

Enda þótt nokkuð skýjað sé, þá sést stórt gufuský frá gosinu nokkuð greinilega á gervitunglamyndum og einnig hitamismunurinn, sem er minna háður skýjafari.

20100414_btd_P20101041245

Þessi mynd var tekin kl. 12:45 þann 14 apríl 2010. Þarna sést gufuskýjið (e. steam) greinilega.

201004141246_EV_1KM_Emissiv

Þessi geislunarmynd var tekin kl. 12:45 þann 14 apríl 2010.

20100414_crefl1_1230_20101041235

Þessi raunlitamynd var tekin kl. 12:45 þann 14 apríl 2010.

20100414_lst1_1230_20101041235

Þessi sýnir yfirborðshita jarðar.

20100414_crefl1_367_1230_20101041235

Mynd í fölskum litum.

 20100414_crefl1_721_1230_20101041235

Önnur mynd í fölskum litum.

Jökulhlaup, vegna alls vatnsins sem bráðnar við gos undir jökli, hefur þegar komið fram. Sennilega búið að ná hámarki (var sagt í fréttum nýlega).

Fyrri gos í Eyjafjallajökli hafa staðið í allt að 18 mánuði.


Gosið á Fimmvörðuhálsi heldur áfram

Engin læti í gosinu, en það heldur áfram á sinn rólega máta.

Myndin hér að neðan er frá Advanced Land Imager (ALI) þökk sé NASA EO og er frá 4 apríl 2010.

fimmvorduhals_ali_2010094


Sinueldurinn við Þykkvabæ - reykský sést á gervitunglamynd

Reykur séður með gervitunglum

Skýjahnoðrinn við ströndina hjá Þykkvabæ er væntanlega vegna sinueldanna. 


mbl.is Kveikt í sinu í Þykkvabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandstormur 2 apríl 2010

Enn bjart og þurrt að mestu á suðurlandi. Reyndar snjóaði svolítið í Reykjavík , en varla að skilji eftir sig föl, enn sem komið er að minnsta kosti.

Sandstormur sést frá söndunum milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls á mynd frá hádegi í dag.

20100402_sandstormur_A20100921205

Þessar myndir voru teknar kl. 12:05 þann 2 apríl 2010.

20100402_btd_A20100921205


Gosstöðin á Fimmvörðuhálsi

Loksins sést sæmilega hvar gosið er á Fimmvörðuhálsi á sýnilega sviðinu í 250 m upplausn.

20100401_crefl1_1300_20100911305

Hmm, kannski ekki mjög dramatískt, en gosstöðin er þar sem svarti bletturinn milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls er :-)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband