Enn er vindasamt, kalt og bjart á sunnanverðu landinu.
Í gærkvöldi (31 mars 2010) breyttist gosið á Fimmvörðuhálsi svolítið, þar sem ný (stutt) sprunga opnaðist til norðvesturs. Í dag (1 apríl 2010), í morgunsárið, virðist lítið vera að gerast í gosinu - sjá þessar frábæru vefmyndavélar frá Mílu: Útsýni frá Fimmvörðuhálsi og Útsýni frá Þórólfsfelli.
Sandstormarnir í gær virðist koma frá nýjum stað, auk þeirra gömlu. Til dæmis virðist strókur koma frá svæði vestur af Ölfusá, frá Selvogsheiði og ströndunum þar og einnig mögulega við árósa Ölfusár.
Einnig er strókur frá svæðinu milli Þjórsá og Hólsá, og einnig mögulega ströndinni austan við Mýrdalsjökull.
Þessi mynd var tekin kl. 14:10 þann 31 mars 2010.
Þessi hitamismunamynd, tekin kl. 14:10 einnig, virðist sýna upptökin sem nefnd eru að ofan nokkuð greinilega.
Enn einn daginn er þurrt, bjart og hvasst og sandstormar frá suðurlandi greinilegir á gervitunglamyndum.
Þessi mynd er frá því kl. 11:30 í dag. Á henni sést greinilega að strókar eiga sér upptök milli Þjórsár í vestri og Hólsá í austri, á Rangársandi (held að sé með rétt nöfn á þessu).
Áfram er sterk norðanátt ríkjandi, með björtu og þurru veðri sunnanlands, og áfram sandstormar.
Þessi gervitunglamynd var tekin kl. 12:30.
Undanfarna daga hefur verið nokkuð stíf norðanátt og sandstormar greinilegir frá suðurlandi.
Þessi mynd er tekin 26. mars, 2010, kl. 11:55.
Þessi er tekin 27. mars, 2010, kl. 13:00.
Þessi hitamismunarmynd er tekin 28. mars, 2010, kl. 04:00. Hér sést greinilegur strókur frá söndunum sunnan Skeiðarárjökuls.
Takið einnig eftir svarta blettinum milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, það er hitafrávik vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi.
Vísindi og fræði | Sunnudagur, 28. mars 2010 (breytt kl. 10:38) | Slóð | Facebook
Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, fyrir viku síðan rétt fyrir miðnætti þann 20. mars, 2010.
Fyrir nýjustu fréttir, vísindatengdar, heldur Jarðvísindastofnun úti fróðlegri síðu: http://jardvis.hi.is/page/jardvis_eyjogos
Þetta er fremur lítið gos og veldur ekki miklum áhyggjum, eins og sakir standa. Ef sprungan myndi hinsvegar lengjast til vesturs færi hún fljótlega inn undir Eyjafjallajökul, eða austurs, færi hún undir Mýrdalsjökul, og þá mætti búast við jökulhlaupi. Einnig myndi gosið breytast í gos með meiri sprengingum eftir því sem vatn hefði greiðari aðgang að gosrásinni.
Nágranni Eyjafjallajökuls er Katla og hún virðist hafa átt það til að þurfa að toppa gos í Eyjafjallajökli (reyndar stutt saga, 3-4 atburðir). Ef það gerist erum við að tala um gos af allt öðrum toga og stærargráðu. Yfir Kötlu liggur Mýrdalsjökull sem er 500 - 700 m þykkur yfir öskjunni !
Vísindi og fræði | Laugardagur, 27. mars 2010 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook
Veðrið er enn þurrt og vindasamt, þó heldur minni vindur að því virðist á sandstrókunum (eða meiri raki, búið að blása, .), og sandstormar sjást enn vel á myndum.
Myndin hér að neðan er frá því 13:00 í dag, 23. feb 2010. Þarna sjást strókar sunnan við Öræfajökul og austan við Mýrdalsjökul við ströndina.
Þessa dagana er mikið um sandstorma, end þurrt og svolítið vindasamt. Sem betur fer er einnig heiðskýrt, amk sunnanlands, þannig að gervitunglamyndirnar eru einstaklega flottar.
Þessi er tekin 13:10 mánudaginn 22. febrúar, 2010 og sú hér að neðan kl. 13:55.
Vestmannaeyjar sitja í sandstrók - væri gaman að heyra frá einhverjum þaðan - jafnvel ef einhver tekur myndir af þessu :-)
Sandstormar þann 21. febrúar, 2010.
Gervitunglamynd tekin um 13.
Og þessi um 10 mín síðar.
Einnig voru greinilegir sandstormar þann 20. feb 2010, enda þótt mun skýjaðra væri yfir öllu.
Þessi mynd er tekin um 12:10, þann 20. febrúar, 2010.
Eitt af verkefnum mínum er að búa til líkan af svifryksmenguninni í Reykjavík. Til þess hef ég notað mælistöðina við Grensásveg, sem hefur yfirleitt minnst af gloppum í gögnum og mælir veðurbreytur á stöðinni.
Myndin hér að neðan sýnir samanburð líkansin (rauð lína) og mælinga (blá lína) hingað til á þessu ári. Enn sem komið er, er ekki tekið tillit til snjóhulu og sandstorma (fjarlægra), meðal annars .... Þannig að búast má við mismun á líkani og mældum gildum !
Það sem líkanið á að ná er hinsvegar mengun vegna umferðar og staðbundinna áhrifa (að nokkru leyti) og áhrifa veðurs (vinds, raka, rigningar).
Í heildina gefur líkanið góða mynd af styrk svifryksmengunar. Ég þarf að skoða hvað gerist þá daga sem það passar ekki - en það tekur tíma og þar sem þetta er orðið hliðarverkefni reikna ég ekki með að fara vel ofaní saumana á því alveg í bráð. Rétt er að hafa í huga að hér er verið að bera saman 30 mín gildi mengunar, þannig að upplausnin er mjög mikil.
Vísindi og fræði | Mánudagur, 8. febrúar 2010 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook
Enn er þurrt og svolítið vindasamt á suðurlandi og sandstormar sjást áfram greinilega frá Landeyjum.
Þessi mynd er tekin um 12:55, en sú að neðan u.þ.b. 15 mínútum síðar,13:10.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1574
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar