Bara að gamni, en það er einhvernveginn alltaf gaman að sjá regnboga.
Regnbogi myndast þegar ljós frá sólinni brotnar (e. refracted) á yfirborði regndropa, endurkastast (e. reflected) af afturhliðinni og brotnar aftur á leiðinni út, sjá mynd.
(Mynd af Wikipedia.org)
Mest af geislunum kemur út undir 40° - 42°horni. Þetta er háð tegund regndropa, regnbogi í sjávarúða er yfirleitt minni.
Hversu mikið ljósið "brotnar" er háð bylgjulend (lit), eins og myndin hér að neðan sýnir.
(Mynd af Wikipedia.org)
Tvöfaldur regnbogi myndast svo þegar ljósið speglast tvisvar í dropanum, sjá mynd að neðan.
(Mynd af Wikipedia.org)
Mest af ljósinu er við 50°- 53°horn, og litirnir eru speglaðir, í öfugri röð, miðað við aðal regnbogann. Ytri regnboginn er einnig mun daufari.
Viðbrögð vegna svifryksmengunar (PM10) fara eftir styrk svifryks í andrúmslofti.
Hér að neðan er tengill á einskonar töflu, sem kort eða mynd, sem sýnir almenna flokkun á loftgæðum vegna styrks svifryksmengunar og helstu ráðleggingar fyrir hvern flokk.
Kortið má nálgast hér, bæði sem mynd (smámynd hér að neðan) og kort sem hægt er að "ferðast um".
Almennt er óþarfi að vera sérlega duglegur að vera úti ef magn svifryks í lofti fer yfir um 150 micro-g/m3. Ekki myndi ég láta barnið mitt sofa úti þegar styrkurinn fer yfir þessi mörk. Hinsvegar er ekki hættulegt að fara styttri ferðir, sér í lagi ef notaðar eru grímur þegar styrkurinn er sem mestur, nokkuð hundruð micro-g/m3.
Magn svifryks (PM10) í lofti náði yfir 500 micro-g/m3 í Reykjavík (GRE), og yfir 1200 micro-g/m3 á Akureyri.
Þetta hafði veruleg áhrif á skyggni á höfuðborgarsvæðinu (og ábyggilega á Akureyri).
Þetta var útsýnið um kl. 18 í Mosfellsbæ þann 7. september 2010. Enn mikið af svifryki í lofti, þannig að það virðist vera þétt þoka.
Mælingar á styrk svifryks sýna ástæðuna fyrir slæmu skyggni.
Hár styrkur svifryks (PM10 og PM2.5) mældist á höfuðborgarsvæðinu, eins og myndin að ofan sýnir.
Það var nokkuð sterkur vindur, til dæmis í Tindfjöllum, og vindáttin í austur í átt til höfuðborgarsvæðisins.
Loftgæðin voru enn verri á Akureyri (vegna sandstorms og mögulega ösku einnig).
Styrkur svifryks (PM10) í lofti á Akureyri náði yfir 1200 micro-g/m3 í skamma stund.
Öskufjúk á suðurlandi og Reykjavík og smá sandstormur á norðurlandi
Svifryk yfir mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Þriðjudagur, 7. september 2010 (breytt kl. 16:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sólríkur og þurr dagur, með nokkrum strekkingi = öskufjúk af svæðinu kringum Eyjafjallajökul og sandstormur norðan Dyngjujökuls.
Ský gera þó erfitt fyrir á suður og vesturlandi.
Þessi mynd frá MIRAVI - Meris ESA, var tekin kl. 12:12 í dag 7 September 2010.
Ef við þysjum inn á suðvesturlandið:
Svipuð mynd frá MODIS NASA Rapidfire, tekin í dag kl. 12:15, 7 September 2010.
Styrkur svifryks í lofti í Reykjavík (PM10) jókst frá hádegi og náði um 206 micro-g/m3 klukkan 16 (FHG mælistöðin í Reykjavík). Virðist á leiðinni niður, en getur samt breyst hratt ef vindur og vindátt breytast í þá veru.
Á Akureyri mældist einnig toppur í PM10, sem reis frá hádegi til um 15, þar sem hann náði 550 micro-g/m3, en er nú á hraðri leið niður.
Það reynist erfitt að meta hversu hratt Grænlandsjökull og vestur Suðurskautið (e. West Antarctica) bráðna.
Nú er búið að gera reikninga þar sem upplyfting jarðar þegar fargi er af létt (e. isostacy) er tekin með í reikninginn; á betri hátt en áður.
Þá breytast tölurnar verulega fyrir bráðnun á ári yfir þetta tímabil (2002 - 2008):
Áður tap (Gt/a) | Nú tap (Gt/a) | |
Grænland | 230 | 104±23 |
West Antarctica | 132 | 64±32 |
Hér munar næstum 100 Gt/a (gíga-tonnum á ári) fyrir Grænland, og 40 Gt/a fyrir West Antarctica.
Þetta þíðir að stóru jöklarnir útskýra minna af mældri hækkun sjávaryfirborðs. Hitaútþensla (e. thermal expansion) virðist eiga að útskýra þann mun.
Sjá grein í Nature Geoscience (þarnast áskriftar, þannig að aðeins séð ágrip og svo fréttatilkynningar um niðurstöður) hér: http://www.nature.com/ngeo/journal/v3/n9/full/ngeo938.html
Síðan er bara að sjá hvort enn betri líkön í framtíðinni breyta þessu enn meir (í aðra hvora áttina) :-)
Í dag hafa mælst, og búast má við toppum áfram meðan þurrt og hvasst er, há gildi á styrk svifryksmengunar í Reykjavík
Sterkir vindar úr SA bera með sér ösku og sennilega sand af sunnanverðu landinu.
Á mælistöðinni í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum má sjá að toppur rétt fyrir hádegi náði upp í 350 micro-g/m3 (30-mín meðaltal).
From Summer 2010 |
Í þessu albúmi eru nokkrar myndir teknar í sumar. Meðal annars 3 aðrar af Strokk við það að fara að gjósa og þegar hann gýs. Einnig myndir frá Þingvöllum, af blómum og fuglum.
Geysir gýs - hvernig gýs Geysir
Vatn sem smýgur niður gegnum bergið hitnar vegna heits bergs að neðan.
Yfirleitt rís heita vatnið til yfirborðs og kalda sekkur. Í goshverum er vatnsrásin hinsvegar yfirleitt svo þröng að lóðrétt blöndun á sér ekki stað.
Kalt vatn situr því efst í súlunni og vatnið verður "super-heated" fyrir neðan, það er, hiti vatnsins neðar í rásinni er yfir suðumarki vegna þrýstingsins af vatninu sem situr efst í súlunni.
Að lokum verður þó suðu neðst í rásinni og loftbólur taka að stíga upp. Við það lyftist hluti "kalda" vatnins af rásinni og þrýstingurinn lækkar.
Við það snögg-sýður og vatnið sem var yfir suðumarki vegna þrýstings og breytist skyndilega í gufu.
Kalda vatnið streymir síðan aftur í rásina, byrjar að hitna að neðan og atburðarrásin endurtekur sig.
Vísindi og fræði | Sunnudagur, 29. ágúst 2010 (breytt kl. 15:32) | Slóð | Facebook
Þessi mynd, frá NASA Earth Observatory, sýnir hitafrávik í júlí 2010 miðað við sama mánuð árin 1951 til 1980.
Hnattrænt var hitinn um 0.55°C hærri en meðaltalið og jafnaði nánast hitametið, með árunum 1998 og 2005.
Vísindi og fræði | Miðvikudagur, 18. ágúst 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í sumar hafa tveir starfsmenn unnið á Brunamálastofnun við að safna upplýsingum er tengjast gróðurelda-hættu og setja þær fram í "Viðbragðsáætlun" og sem þekjur sem nota má í t.d. Google Earth.
Hér að neðan er örstutt kynning á efni erinda þeirra. Meira er væntanlegt, m.a. skrá sem hægt er að opna í Google Earth til að skoða aðstæður í Skorradal.
Er það von mín/okkar að þetta verkefni vekji áhuga annara, sér í lagi sumarhúsa-eiganda, og hugað verði að hættunni vegna gróðurelda í skipulagi í framtíðinni.
Slæðurnar (örstutt) má nálgast með því að fylgja þessum hlekk.Vísindi og fræði | Þriðjudagur, 17. ágúst 2010 (breytt 18.8.2010 kl. 09:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- ThrosturTh.wordpress.com Blogg á íslensku sem tekur við af þessu - meðan ekki gengur að nota þetta.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar