Flottur tvöfaldur regnbogi

Rainbow_SimiDSC00037

Bara að gamni, en það er einhvernveginn alltaf gaman að sjá regnboga.

Regnbogi myndast þegar ljós frá sólinni brotnar (e. refracted) á yfirborði regndropa, endurkastast (e. reflected) af afturhliðinni og brotnar aftur á leiðinni út, sjá mynd.

File:Rainbow single reflection.svg(Mynd af Wikipedia.org)

Mest af geislunum kemur út undir 40° - 42°horni. Þetta er háð tegund regndropa, regnbogi í sjávarúða er yfirleitt minni.

Hversu mikið ljósið "brotnar" er háð bylgjulend (lit), eins og myndin hér að neðan sýnir.

File:Rainbow1.svg(Mynd af Wikipedia.org)

Tvöfaldur regnbogi myndast svo þegar ljósið speglast tvisvar í dropanum, sjá mynd að neðan.

File:Rainbowrays2.png (Mynd af Wikipedia.org)

Mest af ljósinu er við 50°- 53°horn, og litirnir eru speglaðir, í öfugri röð, miðað við aðal regnbogann. Ytri regnboginn er einnig mun daufari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband