Öskufjúk í Reykjavík og sandstormur á Akureyri - 7 September 2010

Magn svifryks (PM10) í lofti náði yfir 500 micro-g/m3 í Reykjavík (GRE), og yfir 1200 micro-g/m3 á Akureyri.

Þetta hafði veruleg áhrif á skyggni á höfuðborgarsvæðinu (og ábyggilega á Akureyri).

DSC00025

Þetta var útsýnið um kl. 18 í Mosfellsbæ þann 7. september 2010. Enn mikið af svifryki í lofti, þannig að það virðist vera þétt þoka.

Mælingar á styrk svifryks sýna ástæðuna fyrir slæmu skyggni.

PM Reykjavik

Hár styrkur svifryks (PM10 og PM2.5) mældist á höfuðborgarsvæðinu, eins og myndin að ofan sýnir.

Það var nokkuð sterkur vindur, til dæmis í Tindfjöllum, og vindáttin í austur í átt til höfuðborgarsvæðisins.

image

Loftgæðin voru enn verri á Akureyri (vegna sandstorms og mögulega ösku einnig).

PM Akureyri

Styrkur svifryks (PM10) í lofti á Akureyri náði yfir 1200 micro-g/m3 í skamma stund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband